Cart 0kr. 0

Það er alltaf von

Píeta samtökin

Taktu fyrsta skrefið í átt að bjartari framtíð – hafðu samband í dag í síma 552 2218.

Hringja
Kæru félagar og stuðningsaðilar,
án ykkar gætu Píeta samtökin ekki sinnt því lífsnauðsynlega meðferðarstarfi sem við nú sinnum. Þessa dagana erum við að hringja í ykkur og fleiri, í tilefni af fjáröflun til að geta eflt starf okkar enn frekar.
Við erum ykkur hjartanlega þakklát fyrir allan þann velvilja sem við höfum mætt og óskum þess að þið takið vel í símtalið frá okkur.

Píeta í Reykjavíkurmaraþoninu

Píeta samtökin taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu 24.ágúst 2024.
Fimm vegalengdir eru í boði og því ættu allir aldurshópar og öll getustig að geta fundið eitthvað við sitt hæfi:

  • Maraþon ( 42,2 km)
  • Hálfmaraþon ( 21,1 km)
  • 10 km hlaup
  • 3ja km skemmtiskokk
  • 600m skemmtiskokk

Allir sem hlaupa og safna áheitum fyrir Píeta samtökin í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanda fá gefins Píeta “dryfit” hlaupabol til að klæðast í hlaupinu.

Skráning

Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur.

Boðið er upp á viðtöl og stuðningshópa fyrir 18 ára og eldri. Samtökin opnuðu þjónustu sína vorið 2018 og eru með starfsemina að Amtmannsstíg 5a í Reykjavík. Píetasíminn 552 2218 er opinn allan sólarhringinn. Við bendum einnig á Hjálparsíma Rauða Krossins 1717. Í neyðartilvikum skal ávalt hringja í 112. 

Starfsemin er rekin að fyrirmynd og eftir hugmyndafræði Pieta House á Írlandi.
Meðferð okkar er mótuð af samúð og virðingu fyrir hverjum þeim sem til okkar leitar og áhersla lögð á lausnir og uppbyggingu.
Miðað er að því að leysa yfirstandandi krísu með viðkomandi og glæða von um líf sem er þess virði að lifa.
Leitaðu til Píeta

Vantar þig hjálp?

Ert þú með sjálfsvígshugsanir?

Það er alltaf von. Hafðu samband við okkur í síma 552-2218 og við finnum lausnir með þér. Þú ert ekki ein/n/eitt. Margir hafa fundið fyrir sömu tilfinningum og þú ert að upplifa núna en eru enn lifandi í dag. Það er í lagi að tala um sjálfsvígshugsanir. Það getur hjálpað þér að líða betur. Sjálfsvígshugsanir eða sjálfsskaði eru ekki merki um veikleika heldur mikla vanlíðan og sálrænan sársauka. Allir geta upplifað sjálfsvígshugsanir. Þú getur náð bata. Það er fólk sem getur hjálpað þér og er til staðar fyrir þig. Hafðu samband við okkur í Píeta núna. Þú getur einnig haft samband við 1717 eða mætt á neyðarmóttöku geðsviðs. Ef þú ert í bráðri hættu, hafðu strax samband við 112.

Hefur þú áhyggjur af ástvini?

Ef þú hefur áhyggjur af einhverjum er gott að vita að það er í lagi að tala um sjálfsvíg. Að spyrja um sjálfsvígshugsanir eykur ekki líkurnar á því að fólk í vanlíðan taki líf sitt. Það hjálpar þeim að finna að einhver hlustar og mætir þeim með skilningi hafðu samband og við hjálpum þér að hjálpa þeim og þér. Það er mikilvægt að muna að það ber enginn ábyrgð á lífi annarra og það getur verið erfitt að hafa miklar áhyggjur af líðan ástvina. Ef áhyggjurnar hafa áhrif á þína líðan, leitaðu þá aðstoðar.

Ert þú aðstandandi einstaklings í sjálfsvígshugleiðingum?

Þú ein/n/eitt þarft ekki að bera ábyrgðina, leyfðu okkur að aðstoða þig. Við bjóðum upp á hópastarf og ráðgjöf frá fagaðilum.

Syrgir þú ástvin eftir sjálfsvíg?

Þú átt líka rétt á aðstoð. Hafðu samband og við finnum lausnir með þér. Við bjóðum upp á stuðningshópa fyrir syrgjendur þriðja fimmtudag hvers mánaðar. Einnig býður Sorgarmiðstöðin upp á ómetanlegan stuðning.

Vilt þú styrkja starf Píeta?

Amtmannsstígur 5A, 101 Reykjavík

Aðalstræti 14, 470 Akureyri

Píeta Samtökin

Sími: 552 2218 | Amtmannsstígur 5A, Reykjavík | Aðalstræti  14, Akureyri | pieta@pieta.is | Kt: 410416-0690 | Reikn nr. 0301-26-041041

Hjálparsími Rauða Krossins: 1717

Píeta samtökin