Hringdu 

Í neyðartilvikum skal
ávallt hringja í 112
Píetasíminn
552 2218 er opinn
allan sólarhringinn
Við bendum einnig á
Hjálparsíma Rauða
Krossins 1717

Hvernig getum við hjálpað?

Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur.

Boðið er upp á viðtöl og stuðningshópa fyrir 18 ára og eldri. Samtökin opnuðu þjónustu sína vorið 2018 og eru með starfsemina að Amtmannsstíg 5a í Reykjavík.

Ertu með sjálfsvígshugsanir? Upplifir þú einmanaleika eða ótta? Áttu erfitt með að segja frá líðan þinni og hugsunum? Fyrsta skrefið er að hringja í okkur hjá Píeta í síma 552 2218

Lesa meira

Hvernig hjálpa ég þeim sem er eru í sjálfsvígshættu og eða með sjálfsvígshugsanir?

Þér getur orðið mjög brugðið ef einhver trúir þér fyrir sjálfsvígshugsunum. Þú gætir upplifað óöryggi og ekki vitað hvað eigi að gera eða hvert eigi að leita.  Hjálp stendur til boða!

  • Þú færð ókeypis ráðgjöf og stuðning hjá okkur
  • Píetasíminn er opinn allan sólarhringinn s: 552 2218
  • Pantaðu tíma í ráðgjöf : 552 2218
  • Sendu okkur línu á pieta@pieta.is
  • Ef þú þarft tafarlausa hjálp hringdu í 112.

Lesa meira

Það getur verið erfitt og valdið miklu óöryggi að vera aðstandandi einstaklings sem er með sjálfsvígshugsanir.  Við erum hérna líka fyrir þig og veitum ráðgjöf og stuðning við aðstandendur. Skoðaðu einnig upplýsingar okkar um aðstandendahópa.

Hafðu samband við Píeta – leyfðu okkur að hjálpa.  Við erum hér fyrir þig.

Get ég hringt í Píeta án þess að fá samþykki viðkomandi?

Já, þú getur hringt í þjónustusíma Píeta allan sólarhringinn til að fá stuðning og ráðgjöf og bókað viðtal.  En til þess að bóka tíma fyrir annan en þig þarf leyfi viðkomandi.

Ræddu við meðferðaraðilann um hvernig best sé að styðja og hjálpa persónunni í þessum aðstæðum.

Þarf ég tilvísun frá lækni?

Nei, þú þarft ekki tilvísun til að fá tíma hjá Píeta.

Þú getur fengið ókeypis ráðgjöf fyrir þá sem hafa misst einhvern úr sjálfsvígi. Píeta veitir ókeypis ráðgjöf til einstaklinga sem hafa misst einhvern úr sjálfsvígi.  Meðferðarnálgun okkar er sniðin að þörfum hvers og eins.  Við leggjum áherslu á hlýtt, kærleiksríkt og öruggt umhverfi. Boðið er upp á sorgarmeðferð og sorgarhópa. Við bjóðum einnig stuðning og ráðgjöf fyrir starfsfólk og nemendur skóla og fyrirtækja/stofnana. Hægt að hafa samband við Sorgarmiðstöðina sorgarmidstod.is

Fréttir &
viðburðir

Píeta í Reykjavíkurmaraþoninu
Mikil hátíðarstemmning var í húsnæði Píeta samtakanna þann 24. Ágúst síðastliðinn, þegar Reykjavíkurmaraþonið fór fram. Hvílík veisla. Kærar þakkir fyrir...
Píeta á toppi Kilimanjaro
Píeta náði uppá toppinn á tilverunni með hjálp Sigrúnar Lindu ❤️ Sigrún Linda safnaði áheitum fyrir Píeta samtökin í minningu...
Gulur September
#gulurseptember er mánuður vitundarvakningar um geðheilbrigði og sjálfsvígsforvarnir. Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og...
Vetrarsólstöðuviðburður 21. desember 2024
21. desember ætlum við að halda okkar árlegu vetrarsólstöðugöngu. Við ætlum að vera við Skarfagarða og ganga út að Vitanum...
Píeta kynning á Egilsstöðum
Píeta kynning á EgilsstöðumEllen Calmon framkvæmdastýra, Gunnhildur Ólafsdóttir fagstjóri og Benedikt Þór Guðmundsson verkefnisstjóri hjá Píeta samtökunum voru með kynningu...
Geðrækt er málið!
Ráðstefnan var haldin á Grand Hótel Reykjavík þriðjudaginn 3. maí kl. 9 -12.

Vilt þú styrkja
starf Píeta?

Vissir þú að Píeta samtökin eru að stærstum hluta rekin af framlögum frá fólki eins og þér?

Við erum endalaust þakklát fyrir stuðninginn.