Hringdu 

Persónuverndarstefna Píeta

Persónuverndarstefna þessi er sett í samræmi við ákvæði laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 sem tóku gildi 15. júlí 2018. Meðferð persónuupplýsinga getur varðað friðhelgi einkalífs sem varin er af 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu.

Hvað eru persónuupplýsingar?

Persónuupplýsingar eru hvers kyns upplýsingar um einstakling sem gera kleift að persónugreina hann og tengjast honum beint eða óbeint. Ekki er átt við nafnlaus gögn, en það eru upplýsingar sem persónugreinandi gögn hafa verið fjarlægð úr. Upplýsingar sem kunna að vera persónugreinanlegar skuldbinda Píeta sig til þess að varðveita á öruggan og tryggan hátt.