Hringdu
Boðið er upp á viðtöl og stuðningshópa fyrir 18 ára og eldri. Samtökin opnuðu þjónustu sína vorið 2018 og eru með starfsemina að Amtmannsstíg 5a í Reykjavík. Einnig er Píeta skjól á Akureyri, Ísafirði og Húsavík.
Ertu með sjálfsvígshugsanir? Upplifir þú einmanaleika eða ótta? Áttu erfitt með að segja frá líðan þinni og hugsunum? Fyrsta skrefið er að hringja í okkur hjá Píeta í síma 552 2218.
Hvernig hjálpa ég þeim sem er eru í sjálfsvígshættu og eða með sjálfsvígshugsanir?
Þér getur orðið mjög brugðið ef einhver trúir þér fyrir sjálfsvígshugsunum. Þú gætir upplifað óöryggi og ekki vitað hvað eigi að gera eða hvert eigi að leita. Hjálp stendur til boða!
Það getur verið erfitt og valdið miklu óöryggi að vera aðstandandi einstaklings sem er með sjálfsvígshugsanir. Við erum hérna líka fyrir þig og veitum ráðgjöf og stuðning við aðstandendur. Skoðaðu einnig upplýsingar okkar um aðstandendahópa.
Hafðu samband við Píeta – leyfðu okkur að hjálpa. Við erum hér fyrir þig.
Get ég hringt í Píeta án þess að fá samþykki viðkomandi?
Já, þú getur hringt í þjónustusíma Píeta allan sólarhringinn til að fá stuðning og ráðgjöf og bókað viðtal. En til þess að bóka tíma fyrir annan en þig þarf leyfi viðkomandi.
Ræddu við meðferðaraðilann um hvernig best sé að styðja og hjálpa persónunni í þessum aðstæðum.
Þarf ég tilvísun frá lækni?
Nei, þú þarft ekki tilvísun til að fá tíma hjá Píeta.
Þú getur fengið ókeypis ráðgjöf fyrir þá sem hafa misst úr sjálfsvígi.
Píeta veitir ókeypis ráðgjöf til einstaklinga sem hafa misst úr sjálfsvígi. Meðferðarnálgun okkar er sniðin að þörfum hvers og eins. Við leggjum áherslu á hlýtt, kærleiksríkt og öruggt umhverfi.
Boðið er upp á sorgarmeðferð og stuðningshópa fyrir aðstandendur á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og í Keflavík. Við bjóðum einnig stuðning og ráðgjöf fyrir starfsfólk og nemendur skóla og fyrirtækja/stofnana.
Hægt að hafa samband við Sorgarmiðstöðina
Það voru frábær tímamót að opna Píeta skjól á Reyðarfirði í febrúar síðastliðnum💛 Bæjarstjórn Fjarðabyggðar á hrós skilið fyrir að vera fyrsta sveitarfélagið til að gera þjónustusamning við Píeta samtökin.
Við þökkum hlýjar móttökur og minnum jafnframt á að boðið verður upp á meðferðarsamtöl núna á fimmtudaginn 27. mars, Búðareyri 2. Það er enn eitt laust pláss, það má bóka tíma í síma 552-2218 💛
#þaðeralltafvon #segðuþaðupphátt #þaðerhjálpaðfá
... See MoreSee Less
Við mælum með þessum fallegu styrktartónleikum til styrktar Píeta 💛
Hallveigarsynir, karlakór Oddfellowstúkunnar nr. 3, Hallveigar, standa fyrir stórtónleikum í Víðistaðakirkju núna á sunnudaginn 30. mars kl. 17.
Stúkan hefur stutt dyggilega við Píeta samtökin undanfarin ár og nú er komið að styrktartónleikum þar sem allur ágóði rennur til Píeta.
Miðaverð er kr. 3.900,-
... See MoreSee Less
This content isn't available right now
When this happens, it's usually because the owner only shared it with a small group of people, changed who can see it or it's been deleted.Vissir þú að Píeta samtökin eru að stærstum hluta rekin af framlögum frá fólki eins og þér?
Við erum endalaust þakklát fyrir stuðninginn.