Stuðningshópar

Píeta samtökin bjóða upp á stuðningshópa fyrir aðstandendur. Hóparnir eru opnir og er öllum frjálst að mæta. Við mælum með að liðið hafi a.m.k. 3 mánuðir frá því að aðstandandi missir í sjálfsvígi og þar til hann mætir í stuðningshóp. Við bendum á að aðstandendur fá allt að 5 viðtöl hjá fagaðilum Píeta. Bókun í viðtal er frá 9-15 á virkum dögum í síma: 552-2218.

Akureyrarkirkja:

Píeta samtökin bjóða upp á stuðningshóp fyrir aðstandendur sem misst hafa í sjálfsvígi. Stuðningshópurinn hittist annan mánudag í mánuði í kapellu Akureyrarkirkju kl: 20:00

Þetta eru innihaldsríkir og styrkjandi fundir undir handleiðslu séra Hildar Eirar Bolladóttur.
 
Dagskrá vor 2026:
12. janúar kl. 20:00
9. febrúar kl. 20:00
9. mars kl. 20:00
13. apríl kl. 20:00

Höfuðborgarsvæðið:

Sjónarhóll, Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík. Salur á 4. hæð, innst til vinstri.

Mæður, dætur, systur, vinkonur og makar er stuðningshópur fyrir konur, aðstandendur sem hafa misst í sjálfsvígi. 

Þetta hafa verið innihaldsríkir og styrkjandi fundir.
 
Dagskrá vor 2026:
Verður auglýst fljótlega.

Vídalínskirkja: 

Feður, bræður, synir, vinir og makar. Stuðningshópur fyrir karlmenn, aðstandendur sem misst hafa í sjálfsvígi. Hópurinn hittist þriðja fimmtudag í mánuði kl:16:30-18:00 í safnaðarheimili Vídalínskirkju, Kirkjulundi 3, 210 Garðabæ.
 
Þetta hafa verið innihaldsríkir og styrkjandi fundir undir handleiðslu Bjarna Karlssonar.
 
Dagskrá vor 2026: 
22. janúar kl. 16:30
19. febrúar kl. 16:30
19. mars kl. 16:30
16. apríl kl. 16:30
21. maí kl. 16:30

Við bendum aðstandendum á að hægt er að panta viðtal í síma 552-2218 milli kl: 09:00 – 15:00 á virkum dögum sé þess þörf.