Hringdu 

Þjónusta Píeta

Hvernig við getum hjálpað

Píeta samtökin reka hjálparsíma allan sólarhringinn, alla daga ársins. Símanúmerið er 552-2218. Reynslumikið fagfólk og ráðgjafar veita öllum þeim sem hringja ráðgjöf , bóka í viðtal eða vísa í önnur úrræði, sé þess þörf.

Píeta veitir stuðning og meðferð fyrir þá sem eru í sjálfsvígshættu og stuðning við aðstandendur.  Þjónustan er fyrir 18 ára og eldri og er gjaldfrjáls. Meðferðaraðilar Píeta eru allir með viðurkennt starfsleyfi landlæknis á sviði geðheilbrigðis; sálfræðingar, félagsráðgjafar, iðjuþjálfar og læknir.

Áherslur í starfi Píeta

Við tökum öllum með opnum örmum sem hafa samband við okkur hvort sem þeir hringja eða mæta í eigin persónu. 

Meðferð okkar byggist á Díalektískri atferlismeðferð (DAM) sem er gagnreynt meðferðarúrræði. Meðferð er mótuð af samkennd og virðingu fyrir hverjum þeim sem til okkar leitar. Viðurkenning er hornsteinn meðferðar. Lögð er áhersla á að kenna hjálpleg bjargráð og vinna í átt að lausnum.  Miðað er að því að leysa yfirstandandi krísu og glæða von um líf sem er þess virði að lifa. 

Meðferð okkar beinist að því að:

- meta sjálfsvígshættu
- draga úr tilfinningalegum sársáuka og aðstoða við að ná betra tilfinningalegu jafnvægi - aðstoða þig við að finna annað úrræði ef þörf þykir

Píeta er fyrir þig sem

- ert með sjálfsvígshugsanir og/ eða finnur ekki tilgang með lífinu
- ert að upplifa mikinn tilfinningalegan sársauka
- ert að skaða þig
- ert aðstandandi einhvers sem er í sjálfsvígshættu eða sjálfskaðar
- hefur misst einhvern náinn í sjálfsvígi

Meðferðarstarf Píeta er fyrir:

- Fólk sem metið er með alvarlegar sjálfsvígshugsanir eða í sjálfsvígshættu
- Einstaklingar í sjálfskaða

Forvarnarstarf:

Samtökin vilja vera leiðandi í forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum á Íslandi og efla þekkingu og skilning á málefninu.
- Sinna fræðslu og ráðgjöf fyrir almenning fyrirtæki og stofnanir
- Eru með kynningar og fræðslu í framhaldsskólum og sinna forvarnarstarfi í grunnskólum
- Taka virkan þátt í þjóðfélagsumræðum um málefnið