Hringdu 

Saga Píeta

2016
Stofnun Píeta

Píeta samtökin voru stofnuð í apríl árið 2016, en humyndafræði samtakanna á sinn uppruna á Írlandi. Fyrsta Úr myrkrinu í ljósið gangan var haldin í maí á sama ár.

2016
Maí
Sólstöðugangan hefst

Fyrsta Sólstöðugangan var haldin.

2017
Samningur við ALMA leigufélag

Árið 2017 var gerður samningur við leigufélagið ALMA og fengum við aðgang að húsnæði okkar við Baldursgötu 7 í boði ALMA. Við erum þeim innilega þakklát fyrir þann stuðning. Eftir að fjölmargir lögðu hönd á plóg við að finna húsgögn og fleira var húsnæðið opnað í desember 2017 og hófst formleg starfsemi í apríl 2018. 

2020
Maí
Opnun Píetasímans

Píetasíminn opnar.

2020
Desember
140% aukning

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þessum stutta tíma og hafa samtökin vaxið á gríðarlegum hraða. Frá apríl 2020 til desember 2020 varð 140% aukning í þjónustu samtakanna og því ljóst að þörfin er mikil í samfélaginu. 

2021
Júní
Opnun Píeta húss á Akureyri

Opnun Píeta húss á Akureyri, starfsemi hófst í júní 2021.

2022
Ágúst
Flutningur á Amtmannsstíginn

Píeta flytur í annað húsnæði á Amtmannsstíg 5a.