Um  
Píeta samtökin

Nýtt úrræði í sjálfsvígs- og sjálfsskaðaforvörnum

 

Við erum til staðar fyrir þig

Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur.

Þjónustan

Samtökin opnuðu þjónustu sína vorið 2018 og eru með starfsemina að Baldursgötu 7 í Reykjavík.  Til samtakanna geta leitað einstaklingar og aðstandendur sem vilja fá hjálp og viðtal hjá fagfólki. Lagt er upp úr því að  bjóða upp á rólegt og notalegt umhverfi  fyrir skjólstæðinga.

Hugmyndafræðin

Starfsemin er rekin að fyrirmynd og eftir hugmyndafræði Pieta House á Írlandi. Meðferð okkar er mótuð af samúð og virðingu fyrir hverjum þeim sem til okkar leitar og áhersla lögð á lausnir og uppbyggingu. Miðað er að því að leysa yfirstandandi krísu með viðkomandi og glæða von um líf sem er þess virði að lifa.

Bjargráð

Kennd eru ýmis bjargráð til að fást við erfiðar tilfinningar ásamt streitu- og tilfinningastjórnun og samskiptafærni. Gefinn er kostur á allt að 15 viðtölum, en þörfin er metin í hverju tilviki fyrir sig. Þegar við á er fjölskyldu og/eða nánustu aðstandendum boðið að taka þátt í meðferðinni, með það að markmiði að styrkja stuðningsnet einstaklingsins. Gefinn er kostur á allt að 5 viðtölum fyrir aðstandendur.

Hvað kostar meðferðin?

Meðferðin er skjólstæðingum að öllu gjaldfrjáls.

Fyrir hverja er meðferðin?

  • Einstaklinga hafa tíðar hugsanir um að vilja ekki lifa, sjá ekki tilgang með lífinu, leita leiða til að binda endi á líf sitt, hafa misst vonina og líta á sjálfsvíg sem leið út úr vanlíðan.
  • Einstaklinga sem nota sjálfsskaða sem bjargráð við vanlíðan.
  • Aðstandendur sem hafa misst eða eiga ástvin í vanda geta sótt sérstaka stuðninghópa og fengið ráðgjöf.

Markmið samtakanna

  • Að veita fólki, sem er í sjálfsvígshugleiðingum eða stundar sjálfsskaða, meðferð í fallegu og heimilislegu umhverfi.
  • Að veita aðstandendum sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi stuðning og fræðslu.
  • Að hvetja til aukinnar þekkingar og vitundar um orsakir og afleiðinguar sjálfsvíga og sjálfsskaða.
  • Að vera vettvangur fyrr fræðslu og umfjöllun um sjálfsvíg og sjálfsskaða.

PÍETA YFIRLÝSINGIN

Ég vil vera til staðar fyrir alla sem líður illa og leita til mín.
Ég ætla ekki að standa aðgerðarlaus hjá ef mig grunar að einhver nálægt mér glími við vanlíðan og gera mitt besta til að aðstoða, án þess þó að ganga of nærri mér eða viðkomandi – en hvetja til að leita aðstoðar sérfræðinga ef þurfa þykir. Enginn ætti að burðast einn með sársauka.

Hafa samband

Við erum staðsett á Baldurgötu 7 í miðbæ Reykjavíkur. Opið er frá 09:00 – 16:00 en Píetasíminn, 5522218, er opinn allan sólahringin. Það er einnig hægt að senda okkur póst á pieta@3d5ac5.sullivan.shared.1984.is.

Stjórn Píeta samtakanna

Stjórn Píeta samtakanna 2020.

Sigríður Þormar

Sigríður Þormar

Stjórnarformaður

Sigríður hefur lokið doktorsnámi í Áfallasálfræði við Amsterdam Háskóla og Háskólasjúkrahúsið í Amsterdam undir handleiðslu Prof. Dr. Miröndu Olff sem er í dag forseti Alþjóðasambands Áfallarannsókna. Sigríður hefur sérhæft sig í úrvinnslu áfalla og hefur einnig lokið sérfræðinámi í hugrænni atferlismeðferð við HÍ og Oxford Center for Cognitive Behavioral Therapy. Ásamt þessu hefur hún lokið þjálfun í notkun EMDR við meðferð áfalla.
Hún lauk námi í Hjúkrunarfræði árið 1994 og vann á slysa- og bráðamóttöku landspítalans í 4 ár. Hjúkrunarnámið veitir Sigríði einstaka innsýn inn í sállíkamlegar kvartanir og hugsanlegar orsakir þeirra. Eftir spítalastörfin hóf hún störf sem deildarstjóri skyndihjálpar og sálfrænnar skyndihjálpar hjá Rauða krossi Íslands og vann að stofnun áfallahjálparteymis Rauða kross Íslands.

Sigríður lauk síðan Mastersnámi í heilsu og klínískri sálfræði. Hún starfaði sem umsjónarmaður Mastersnáms í heilsu og klínískri sálfræði í 2 ár og kenndi jafnframt sálfræði við Háskólann í Leiden.

Sigríður hefur unnið að verkefnavinnu fyrir Alþjóða samband Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) í Genf þar sem hún hefur sinnt mati á sálrænum verkefnum eftir hamfarir. Einnig er hún partur af viðbragðsteymi IFRC sem bregst við á fyrstu klukkutímunum eftir hamfarir og leggur drög að og setur upp verkefni tengd sálrænum stuðningi fyrir þolendur hamfara.

Hún hefur unnið við mat á geðaðstoð í sumum af stærri hamförum sem við þekkjum s.s. Tsunami í Indonesiu og Thailandi 2004, jarðskjálftans á Haiti 2010 og Ebola faraldursins í Vestur-Afríku 2015 ásamt mörgum öðrum minni atburðum.

Sr. Davíð Þór Jónsson

Sr. Davíð Þór Jónsson

Davíð Þór Jónsson (fæddur 5. janúar 1965) varð landsþekktur skemmtikraftur í upphafi 10. áratugarins, þegar hann og Steinn Ármann Magnússon leikari settu upp stutta útvarpsleikþætti daglega á Aðalstöðinni. Leikþættina kölluðu þeir Flugur. Þeir þóttu grófir og í þeim var skopast að samkynhneigðumkvenkyns íþróttamönnumbifvélavirkjum og öðrum sem lágu vel við höggi.

Saman kallaði tvíeykið sig Radíusbræður, og þeir tróðu víða upp með gríni í nokkur ár, aðallega í framhaldsskólum og á árshátíðum.

Davíð Þór er útskrifaður guðfræðingur, hann var spyrill í Gettu betur 1996 – 98, hefur verið vinsæll viðmælandi í spjallþáttum í sjónvarpi og ritstjóri tímaritsins Bleikt & Blátt 1997 – 2001. Hann hefur starfað sem þýðandiraddleikari og ljóðskáld. Davíð var spurningahöfundur og dómari í Gettu betur árin 2007 og 2009. Hann skrifaði Bakþanka í Fréttablaðið hálfsmánaðarlega frá 2006 – 2012.

Davíð Þór gegndi embætti héraðsprests í Austurlandsprófastsdæmi frá 2014-2016. Frá 2016 hefur hann verið sóknarprestur í Laugarnesprestakalli í Reykjavík.

Sólrún Kristjánsdóttir

Sólrún Kristjánsdóttir

Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá OR, lauk BA prófi í uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands 1998 og meistaraprófi í stjórnun og stefnumótun frá sama skóla árið 2004. Hún hóf störf hjá Starfsmannamálum OR árið 2004, hafði umsjón með starfsþróunarmálum frá árinu 2006 og mannauðsstjóri frá árinu 2012. Áður starfaði Sólrún við kennslu og sem ráðgjafi á Stuðlum, meðferðarheimili ríkisins fyrir unglinga.

Katla Þorsteinsdóttir

Katla Þorsteinsdóttir

Lögfræðingur.

Guðlaug Ósk Gísladóttir

Guðlaug Ósk Gísladóttir

Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri þjónustu og ráðgjafadeild fatlaða fólks í Kópavogi.