Chat with us, powered by LiveChat

Um Píeta

PÍETA SAMTÖKIN – NÝTT ÚRRÆÐI Í SJÁLFSVÍGS- OG SJÁLFSKAÐAFORVÖRNUM

Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur.

Samtökin opnuðu þjónustu sína vorið 2018 og eru með starfsemina að Baldursgötu 7 í Reykjavík.  Til samtakanna geta leitað einstaklingar og aðstandendur sem vilja fá hjálp og viðtal hjá fagfólki. Lagt er upp úr því að  bjóða upp á rólegt og notalegt umhverfi  fyrir skjólstæðinga.

Starfsemin er rekin að fyrirmynd og eftir hugmyndafræði Pieta House á Írlandi.

Meðferð okkar er mótuð af samúð og virðingu fyrir hverjum þeim sem til okkar leitar og áhersla lögð á lausnir og uppbyggingu. Miðað er að því að leysa yfirstandandi krísu með viðkomandi og glæða von um líf sem er þess virði að lifa. Kennd eru ýmis bjargráð til að fást við erfiðar tilfinningar ásamt streitu- og tilfinningastjórnun og samskiptafærni. Gefinn er kostur á allt að 15 viðtölum, en þörfin er metin í hverju tilviki fyrir sig. Þegar við á er fjölskyldu og/eða nánustu aðstandendum boðið að taka þátt í meðferðinni, með það að markmiði að styrkja stuðningsnet einstaklingsins. Gefinn er kostur á allt að 5 viðtölum fyrir aðstandendur.

Meðferðin er skjólstæðingum að öllu gjaldfrjáls.

Fyrir hverja er meðferðin?

  • Einstaklinga hafa tíðar hugsanir um að vilja ekki lifa, sjá ekki tilgang með lífinu, leita leiða til að binda endi á líf sitt, hafa misst vonina og líta á sjálfsvíg sem leið út úr vanlíðan.
  • Einstaklinga sem nota sjálfsskaða sem bjargráð við vanlíðan.
  • Aðstandendur sem hafa misst eða eiga ástvin í vanda geta sótt sérstaka stuðninghópa og fengið ráðgjöf.

Þegar einstaklingar þurfa önnur meðferðarúrræði en þau sem við höfum yfir að ráða reynum við að aðstoða með hvert hægt er að leita. Dæmi um það eru vímuefnameðferðir, geðdeildir eða félagsþjónustan.

Markmið samtakanna er:

  • Að veita fólki, sem er í sjálfsvígshugleiðingum eða stundar sjálfsskaða, meðferð í fallegu og heimilislegu umhverfi.
  • Að veita aðstandendum sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi stuðning og fræðslu.
  • Að hvetja til aukinnar þekkingar og vitundar um orsakir og afleiðinguar sjálfsvíga og sjálfsskaða.
  • Að vera vettvangur fyrr fræðslu og umfjöllun um sjálfsvíg og sjálfsskaða.

PÍETA YFIRLÝSINGIN

Ég vil vera til staðar fyrir alla sem líður illa og leita til mín.
Ég ætla ekki að standa aðgerðarlaus hjá ef mig grunar að einhver nálægt mér glími við vanlíðan og gera mitt besta til að aðstoða, án þess þó að ganga of nærri mér eða viðkomandi – en hvetja til að leita aðstoðar sérfræðinga ef þurfa þykir. Enginn ætti að burðast einn með sársauka.

Ég vildi bara segja þetta upphátt.

#SEGÐUÞAÐUPPHÁTT

Olís deildirnar og Píeta samtökin, tóku höndum saman og unnu í sameiningu að vitundarvakningu með auglýsingaherferðinni “Segðu það upphátt”. Þar voru nokkrar af handboltastjörnum Olís-deildarinnar í aðalhlutverki.

Með yfirskriftinni „Segðu það upphátt“ minnum við á mikilvægi þess að tala opinskátt um hlutina og leita í vinina og baklandið ef þér líður illa, en ekki síður mikilvægi þess að við hin látum öll vita af því að við séum til staðar fyrir alla þá sem standa okkur nærri og glíma við slíka vanlíðan – að við ætlum ekki að standa aðgerðalaus hjá, við séum tilbúin til að hlusta og aðstoða – eða í það minnsta hjálpa viðkomandi að leita sér aðstoðar.

OKKAR BAKHJARLAR

Við erum heppin að hafa góða bakhjarla sem styðja við okkur.

null
null
null
null
null

Deila á:

[DISPLAY_ULTIMATE_SOCIAL_ICONS]

Prenta: