Hjartans þakkir ![]()
Í gær tókum við klökk á móti þeim risa styrk sem á annaðhundrað hlauparar söfnuðu fyrir Píeta samtökin í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2025.
20.228.289 krónur samanlagt!! Hvílíkt afrek ![]()
Þetta er algjörlega meiriháttar framlag hjá öllum þessum hlaupurum og styrktaraðilum sem lögðu hönd á plóg. Þetta er lang stærsta söfnun ársins hjá Píeta og gerir okkur kleift að halda úti öflugri og gjaldfrjálsri þjónustu fyrir viðkvæman hóp.
Vitundarvakningin sem fylgir þessum viðburði er ekki síðra afrek, þar sem hver og einn hlaupari vekur allt sitt nærsamfélag til vitundar um að það er alltaf von og að það er hjálp að fá ![]()
Gott dæmi um það er hlaupahópurinn „hlaupið fyrir Helgu“ sem virkjaði heilt samfélag með sér og safnaði 2.060.500 krónum ![]()
