
Sigurgeir Svanbergsson sjósundkappi er kominn til Englands til að synda Ermasundið og vekja athygli á starfsemi Píeta samtakanna. Markmið Sigurgeirs er einnig að vekja athygli á mikilvægi geðheilbrigðis og að standa fyrir fjáröflun til húsnæðiskaupa fyrir Píeta samtökin.
Sigurgeir leggur af stað aðfaranótt laugardagsins 19. júlí frá Dover á Englandi. Vegalengd sundsins er áætluð um 34 km en með straumum og veðri getur hún lengst upp í 40 km. Sigurgeir áætlar að sundið muni taka um 20 klukkustundir.
Instagram: @til_hvers_ad_sigla
Facebook: Til hvers að sigla?
Hægt er að heita á Sigurgeir og styrkja Píeta samtökin hér:
📱 Símtöl eða SMS
- 905-5501 → 1.000 kr.
- 905-5503 → 3.000 kr.
- 905-5505 → 5.000 kr.
- 905-5510 → 10.000 kr.
🌐 Netstyrkur
🏦 Bankastyrkur
- Reikningur: 0301-26-041041
- KT: 410416-0690
📲 AUR appið
Notandanafn: @pieta

