Píeta samtökin eru að hefja ferðalag um landið þar sem Tómas Daði Bessason sálfræðingur hjá Píeta og Birna Rún Eiríksdóttir leikkona, heimsækja framhaldsskóla og ræða opinskátt um andlega líðan og mikilvægi þess að við tölum saman um hlutina. Verkefnið ber heitið Segðu það upphátt! Í fræðslunni er lögð áhersla á vonina, lausnir og bjargráð þar sem rætt verður um líðan og tilfinningar á léttum og uppbyggilegum nótum 💛

Verkefnið er fjármagnað af landssöfnun Lions á Íslandi sem fór fram fyrr á árinu. Lionsfélagar um allt land seldu Rauðu fjöðrina til styrktar verkefninu Segðu það upphátt!

Gefðu von fyrir unga fólkið okkar.
Landssöfnun Lions – Rauða fjöðrin 2025 rann til Píeta samtakanna og forvarnarverkefnis fyrir ungt fólk.