Þann 22.mars 2025 verður fimmta Píeta hlaupið haldið, það var fyrst haldið árið 2021.
Að þessu sinni verður hlaupið við og í kringum Vífilsstaðavatn.
Allir eru velkomnir að mæta hvort sem þeir vilja ganga einn hring eða hlaupa í fjóra tíma. Það má mæta hvenær sem er frá kl 9 til 13.
Viðburðurinn er haldinn til að vekja athygli á starfi Píeta samtakanna og við munum einnig vera með söfnun fyrir samtökin en starf þeirra byggir að mestu á söfnunarfé og styrktar framlögum. Sjá nánar á viðburði hlaupsins hér: https://fb.me/e/cAlm1L69y
Hér er hægt að styrkja Píeta um 3.500 kr. og komast í happadrættispott með því að smella á þennan hlekk: https://pieta.is/product/3-500-kr-styrkur/
Takið endilega tíma frá og mætið í stutta eða langa útiveru með okkur.
Hlökkum til að sjá ykkur öll.