Gulur september 2025

Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Það er von undirbúningshópsins að gulur september, auki meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna, sé til merkis um kærleika, aðgát og umhyggju.

Í Gulum september í ár verður sérstök áhersla á sjálfsvígsforvarnir meðal eldra fólks. Fólk á efri árum og þá sérstaklega karlmenn eru í aukinni áhættu. Ástæður þess eru margþættar og liggja í samspili félagslegra þátta, áfalla, sálræns vanda og líkamlegra veikinda. Það er þörf á að auka við sjálfsvígsforvarnir hjá eldra fólki. Við bendum á góða grein Gunnhildar Ólafsdóttur, fagstýru Píeta samtakanna um málefnið – lesa hér.

Deila
Deila