Hringdu
Takk fyrir frábæra þátttöku í gjafaleiknum okkar!
Nú höfum við dregið út á annað hundrað vinninga. Við tökum okkur nokkra daga í að hafa samband við vinningshafa og senda þá út til þeirra heppnu.
__________
Þá er september á enda og gjafaleiknum formlega lokið. Við drögum úr pottinum fimmtudaginn 10. október, á alþjóðlegum degi geðheilbrigðis og birtum niðurstöður hér.
Við munum hafa samband við vinningshafa.
Takk fyrir þátttökuna í leiknum og gulum september.
__________________
ATH! Leik lokið.
Leikur Píeta samtakanna – Píeta réttir þér hjálparhönd.
Takk fyrir að taka þátt í gjafaleik Píeta samtakanna og hjálpa okkur að vekja athygli á þeirri þjónustu sem Píeta veita fólki í sjálfsvíghættu og aðstandendum þeirra. Það kostar ekkert að leita til okkar í síma 552 2218 allan sólahringinn.
Stórglæsilegir vinningar frá Elko, Play, A4, Center hótels, Subway, Matarkjallaranum ásamt fjölda aukavinninga úr vefverslun Píeta samtakanna. Sjá nánar um vinninga fyrir neðan skráningarformið.
Skráningu er lokið og dregið verður úr pottinum fimmtudaginn 10. október 2024.