Hringdu
Landssöfnun Lions á Íslandi verður haldin dagana 3. – 6. apríl. Þá munu Lions félagar um allt land selja Rauðu fjöðrina til styrktar Píeta samtökunum og sjálfsvígsforvörnum fyrir ungt fólk.
Einnig er hægt að festa kaup á Rauðu fjöðrinni á vef Lions hér: https://www.lions.is/is/verkefni/rauda-fjodrin
Í september fara Píeta samtökin ferð um landið og bjóða öllum framhaldsskólanemum upp á samtal.
Verkefnið heitir „Segðu það upphátt“ og er ætlað að opna á umræðuna um sjálfsvígshugsanir og geðheilbrigði hjá ungu fólki.
#segðuþaðupphátt #þaðeralltafvon #lionsáíslandi #rauðafjöðrin