Hringdu 

Hefur þú áhyggjur af ástvini?

Áhyggjur af ástvini

Hvernig hjálpa ég þeim sem er eru í sjálfsvígshættu og/eða með sjálfsvígshugsanir?

Þér getur orðið mjög brugðið ef einhver trúir þér fyrir sjálfsvígshugsunum. Þú gætir upplifað óöryggi og ekki vitað hvað eigi að gera eða hvert eigi að leita.  Hjálp stendur til boða!

  • Þú færð ókeypis ráðgjöf og stuðning hjá okkur
  • Píetasíminn er opinn allan sólarhringinn s: 552 2218
  • Pantaðu tíma í ráðgjöf : 552 2218
  • Sendu okkur línu á pieta@pieta.is
  • Ef þú þarft tafarlausa hjálp hringdu í 112

Við erum líka á samfélagsmiðlum. 

Hvernig þú getur hjálpað

Þegar einhver sýnir það hugrekki að tala um sjálfsvígshugsanir sínar þá er það ákall um hjálp.  Það er mikilvægt að taka því alvarlega.  Það er ekki verið að sækjast í athygli heldur stuðning. 

Viðkomandi þarf umhyggju og mögulega þína aðstoð til að  komast í samband við okkur hjá Píeta. 

Fáðu leyfi hjá viðkomandi til að hringja í Píeta og panta tíma.  Við munum veita viðtal eins fljótt og auðið er. 

Fylgstu með viðkomandi og spurðu um líðan. Sumir dagar geta verið fínir en aðra daga getur líðanin verið slæm.  Þetta er eðlilegt en ef þú þarft auka stuðning hringdu í Píetasímann okkar.

Þjónusta okkar er ókeypis.  Við veitum einnig vinum og fjölskyldu stuðning og ráðgjöf.

Við tökum aðeins við einstaklingum 18 ára og eldri. Undir 18 ára geta leitað til BUGL, Heilsugæslu eða á Bergið.