Stuðningshópar
Píeta samtökin bjóða upp á stuðningshópa fyrir aðstandendur. Hóparnir eru opnir og er öllum frjálst að mæta.
Reykjavík:
Píeta samtökin bjóða upp á stuðningshópa fyrir aðstandendur sem misst hafa í sjálfsvígi. Hópurinn hittist kl:20:00 , síðasta mánudag í mánuði á Baldursgötu 7. Benedikt Þór Guðmundsson leiðir hópinn.
Dagskrá 2022
30. maí
Akureyri:
Stuðningshópurinn er haldinn í sal Kiwanis, Óseyri 6 Akureyri og hest kl:17:30. Sigríður Ásta leiðir hópinn. Kaffiveitingar.
Dagskrá 2022
9.maí
Síðustu tvo vetur hafa feður, bræður, synir og vinir fólks sem fallið hafa fyrir eigin hendi hist þriðja fimmtudag í mánuði kl.16:30. Þetta hafa verið innihaldríkir og styrkjandi fundir undir handleiðslu Bjarna Karlssonar prests, siðfræðings og Píetafélaga. Hópurinn hittist í safnaðarheimili Vídalínskirkju.
Dagskrá 2022
19. maí
Píeta samtökin bjóða upp á hópastarf fyrir aðstandendur fólks með sjálfsvígshugsanir og sjálfsskaða. Hópurinn hittitst annan hvern fimmtudaginn kl: 12:00 í húsnæði Píeta samtakanna, Baldursgötu 7.
Dagskrá 2022
5.maí kl: 12:00
19.maí kl: 12:00