Cart 0kr. 0
HeimStuðningshópar

Píeta samtökin bjóða upp á stuðningshópa fyrir aðstandendur. Hóparnir eru opnir og er öllum frjálst að mæta.

Aðstandendur eftir sjálfsvíg

Reykjavík:

Píeta samtökin bjóða upp á stuðningshópa fyrir aðstandendur sem misst hafa í sjálfsvígi. Hópurinn hittist kl:20:00 , síðasta mánudag í mánuði á Baldursgötu 7. Benedikt Þór Guðmundsson leiðir hópinn.

Dagskrá 2022

31.janúar

28.febrúar

28.mars

25.apríl

30. maí

Akureyri:

Stuðningshópurinn er haldinn í sal Kiwanis, Óseyri 6 Akureyri og hest kl:17:30. Sigríður Ásta  leiðir hópinn. Kaffiveitingar.

Dagskrá 2022

10.janúar

14. febrúar

14.mars

11.apríl

9.maí

Feður, bræður, synir og vinir

Síðustu tvo vetur hafa feður, bræður, synir og vinir fólks sem fallið hafa fyrir eigin hendi hist þriðja fimmtudag í mánuði kl.16:30. Þetta hafa verið innihaldríkir og styrkjandi fundir undir handleiðslu Bjarna Karlssonar prests, siðfræðings og Píetafélaga. Hópurinn hittist í safnaðarheimili Vídalínskirkju. 

Dagskrá 2022

20. janúar

17. febrúar

17. mars

29. apríl

19. maí

Stuðningshópur fyrir aðstandendur fólks með sjálfsvígshugsanir og sjálfsskaða.

Píeta samtökin bjóða upp á hópastarf fyrir aðstandendur fólks með sjálfsvígshugsanir og sjálfsskaða. Hópurinn stefnir á að hittast næst fimmtudaginn 9. desember kl:16:30 í húsnæði Píeta samtakanna, Baldursgötu 7  Guðrún Katrín Jóhannesdóttir og Lovísa María Emilsdóttir, ráðgjafar hjá Píeta, leiða hópinn.

Dagskrá 2022

Hópastarf fyrir aðstandendur fólks með sjálfskaða og sjálfsvígshugsanir hefst  aftur í febrúar 2022 . Nánar auglýst síðar.

Baldursgata 7, 101 Reykjavík

Píeta Samtökin

Sími: 552 2218 | Baldurgötu 7 | pieta@pieta.is | Kt: 410416-0690 | Reikn nr. 0301-26-041041

Hjálparsími Rauða Krossins: 1717

Píeta samtökin