Cart 0kr. 0
HeimStuðningshópar

Píeta samtökin bjóða upp á stuðningshópa fyrir aðstandendur. Hóparnir eru opnir og er öllum frjálst að mæta.

Aðstandendur eftir sjálfsvíg

Keflavíkurkirkja:

Píeta samtökin bjóða upp á stuðningshópa fyrir aðstandendur sem misst hafa í sjálfsvígi.  Stuðningshópurinn er góður vettvangur fyrir aðstandendur til að hittast og geta bæði veitt öðrum stuðning og sótt fyrir sig sjálfan. Hópurinn hittist þriðja mánudag í mánuði í Keflavíkurkirkju kl: 17:30* , gengið inn bakatil. Benedikt Þór Guðmundsson ráðgjafi og aðstandandi leiðir samveruna. 

Dagskrá vor 2024

15. janúar kl. 17:30

19. febrúar kl. 17:30

18. mars kl. 17:30

22.apríl kl: 17:30

Akureyri:

Píeta samtökin bjóða upp á stuðningshópa fyrir aðstandendur sem misst hafa í sjálfsvígi.  Stuðningshópurinn er góður vettvangur fyrir aðstandendur sem vilja hittast og geta veitt öðrum stuðning og sótt fyrir sig sjálfan. Hópurinn hittist í Kiwanis salnum á Akureyri , Óseyri 6a kl. 17:30, Sigríður Ásta Hauksdóttir leiðir samveruna og til aðstoðar er Tinna Stefánsdóttir.  

Dagskrá vor 2024

8. janúar kl. 17:30

12. febrúar kl. 17.30

11.mars kl.17:30

8.apríl kl: 17:30

Feður, bræður, synir, vinir og makar

Höfuðborgarsvæðið:

Síðustu fjóra vetur hafa feður, bræður, synir. vinir og makar fólks sem fallið hafa fyrir eigin hendi hist þriðja fimmtudag í mánuði kl.16:30. Þetta hafa verið innihaldsríkir og styrkjandi fundir undir handleiðslu Bjarna Karlssonar prests, siðfræðings og Píetafélaga. Hópurinn hittist í safnaðarheimili Vídalínskirkju. 

Dagskrá vor 2024

25. janúar kl.16:30

15. febrúar kl.16:30

21. mars kl.16:30

18.apríl kl.16:30

16.maí kl.16:30

Mæður, dætur, systur, vinkonur og makar

Höfuðborgarsvæðið:

Nýr stuðningshópur mæður, dætur, systur, vinkonur og makar hefst í fyrsta sinn í ár. Stuðningshópurinn er fyrir konur sem hafa lent í þeirri lífsreynslu að þekkja einhvern sem fallið hefur fyrir eigin hendi.

Hist verður síðasta þriðjudag í mánuði kl. 16:30 í húsakynnum Píeta samtakanna Amtmannsstíg 5a. 

Þetta eru innihaldsríkir og styrkjandi hópar sem Jóhanna Jóhannesdóttir, félagsráðjafi Píeta, leiðir.

Dagskrá vor 2024

30. janúar kl. 17:00

27. febrúar kl. 17:00

26. mars kl. 17:00

30. apríl kl. 17:00

28. maí kl. 17:00

25. júní kl. 17:00

Aðstandendur fólks með sjálfsvígshugsanir og sjálfsskaða.

Höfuðborgarsvæðið:

Píeta samtökin bjóða upp á hópastarf fyrir aðstandendur fólks með sjálfsvígshugsanir og sjálfsskaða. Hópurinn hittist síðasta fimmtudag í mánuði kl. 12.00 í húsnæði Píeta samtakanna, Amtmannsstíg 5a. Boðið verður upp á kaffiveitingar.

Eva Ólafsdóttir félagsráðgjafi og Oddný Jónsdóttir félagsráðgjafi og fjölskyldumeðferðarfræðingur stýra hópnum.

Dagskrá vor 2024

25. janúar kl. 12:00

29. febrúar kl. 12:00

21. mars kl. 12:00

18.apríl kl: 12:00

30.maí kl: 12:00

Við bendum aðstandendum á að hægt er að panta viðtal í síma 552-2218
milli kl: 09:00 – 15:30 á virkum dögum sé þess þörf.

Amtmannsstígur 5A, 101 Reykjavík

Aðalstræti 14, 470 Akureyri

Píeta Samtökin

Sími: 552 2218 | Amtmannsstígur 5A, Reykjavík | Aðalstræti  14, Akureyri | pieta@pieta.is | Kt: 410416-0690 | Reikn nr. 0301-26-041041

Hjálparsími Rauða Krossins: 1717

Píeta samtökin