Cart 0kr. 0
HeimÞjónusta Píeta

Þjónustan

Píeta veitir fyrstu hjálp, aðgengilega þjónustu, stuðning og meðferð fyrir þá sem eru í sjálfsvígshættu og brú í úrræði fyrir aðra. Þjónustan er með öllu gjaldfrjáls og stendur til boða öllum þeim sem hafa náð átján ára aldri. Píeta samtökin vinna einnig að því að efla þekkingu og skilning á sálrænum sársauka og sjálfsvígum. Samtökin vilja vera leiðandi í forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum á Íslandi.

Áherslur í starfi Píeta

Hjá Píeta starfar fólk með viðeigandi menntun og reynslu. Við meðferðarvinnu starfar aðeins fólk með viðurkennda menntun og opinber starfsleyfi á sviði sálfræði eða geðheilbrigðis auk að minnsta kosti tveggja ára reynslu af klínískri vinnu. 

Við leggjum mikið upp úr því að vera alltaf til staðar og er Píetasíminn því opinn allan sólarhringinn, en sérþjálfað starfsfólk samtakanna sér um símsvörun. Við bendum á að allar tímabókanir og breytingar skulu fara fram milli 9-16 á virkum dögum. Við svörum öllum fyrirspurnum, stórum sem smáum og vísum engum frá.

Meðferðarstarf Píeta er fyrir:

Fólk sem metið er með alvarlegar sjálfsvígshugsanir eða í sjálfsvígshættu.

Stuðningsúrræði Píeta eru fyrir:

Fólk með sjálfsvígshugsanir.

Aðstandendur þeirra.

Aðstandendur þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi.

Fólk með mikinn sálrænan sársauka.

Aðgengileg þjónusta felur í sér að:

Svarað er í síma allan sólarhringinn sjö daga vikunnar.

Þörfum skjólstæðinga er mætt á þeirra forsendum

Á auglýstum skrifstofutíma er ávallt tekið á móti þeim sem til okkar leita með hlýju viðmóti.

Fyrsta hjálp felur í sér að:

Draga úr bráðum sársauka og aðstoða skjólstæðinga við að ná betra jafnvægi.

Meta sjálfsvígshættu,

Allir eru velkomnir og fá þjónustu, hvort sem þeir hringja eða mæta í eigin persónu.

Engum er vísað frá fyrr en honum hefur verið tryggð önnur viðeigandi þjónusta.

Meta hvers konar stuðning skjólstæðingur þarf og hafa milligöngu um að hann fái hana með það að markmiði að hann fái annað hvort áframhaldandi stuðning eða meðferð.

Annar stuðningur Píeta:

Stuðningshópar fyrir aðstandendur

Forvarnarstarf:

Öflug og aðgengileg fræðsla um málefnið fyrir almenning.

Virk þátttaka í þjóðfélagsumræðu um málefnið.

Virk þátttaka í þjóðfélagsumræðu um málefnið.

Fylgstu með á miðlunum okkar!

Amtmannsstígur 5A, 101 Reykjavík

Aðalstræti 14, 470 Akureyri

Píeta Samtökin

Sími: 552 2218 | Amtmannsstígur 5A, Reykjavík | Aðalstræti  14, Akureyri | pieta@pieta.is | Kt: 410416-0690 | Reikn nr. 0301-26-041041

Hjálparsími Rauða Krossins: 1717

Píeta samtökin