Sigurgeir syndir Ermasund fyrir Píeta

Sigurgeir syndir Ermasund fyrir Píeta

Sigurgeir Svanbergsson sjósundkappi er kominn til Englands til að synda Ermasundið og  vekja athygli á starfsemi Píeta samtakanna. Markmið Sigurgeirs er einnig að vekja athygli á mikilvægi geðheilbrigðis og að standa fyrir fjáröflun til húsnæðiskaupa fyrir Píeta samtökin. Sigurgeir leggur af stað aðfaranótt laugardagsins 19. júlí frá Dover á Englandi. Vegalengd sundsins er áætluð um […]

Tryggjum Píeta öruggt skjól

Söfnum fyrir nýju heimili Píeta.

Nú erum við að safna fyrir kaupum á nýju húsnæði fyrir starfsemi Píeta, sérstaklega í tilefni þess að samtökin verða 10 ára á næsta ári. Við höfum hingað til verið í tímabundnu leiguhúsnæði en nú er kominn tími til að byggja upp til framtíðar. Við biðjum þig um að taka vel á móti styrktarsímatali frá […]

Bergur tekur Skrefið fyrir vonina

Bergur tekur skrefið fyrir vonina.

Þann 7. júlí leggur slökkviliðs- og sjúkraflutningamaðurinn Bergur Vilhjálmsson upp í eitt mest krefjandi ferðalag lífs síns – ekki sér til dýrðar, heldur til að vekja athygli á þeim þunga bagga sem einstaklingar með sjálfsvígshugsanir bera og safna fé fyrir Píeta samtökin. Þú getur fylgst með á GPS hvar Bergur er staddur með því að […]

Reykjavíkurmaraþon 2025

Hlauptu til góðs í Reykjavíkurmaraþoninu 2025

Þú getur hlaupið til góðs fyrir Píeta samtökin í Reykjavíkurmaraþoninu 23. ágúst 2025 með því að smella hér. Einnig getur þú styrkt með því að heita á hlaupara Píeta hér. Frá stofnun Píeta samtakanna hafa áheit í Reykjavíkurmaraþoninu verið ein af undirstöðum gjaldfrjálsrar þjónustu fyrir þá sem eru með sjálfsvígshugsanir eða sjálfsskaða og aðstandendur þeirra. […]

Aðalfundur Píeta samtakanna 2025

Aðalfundur Píeta 2025

Aðalfundur Píeta samtakanna verður haldinn í Hannesarholti, Grundarstíg 10, mánudaginn 19. maí 2025 kl. 17:00. Dagskrá: Hefðbundin aðalfundastörf samkvæmt samþykktum félagsins. Hér má sjá samþykktir Píeta samtakanna: https://pieta.is/um-pieta/samthykktir/ Hér má sjá fésbókarviðburð: https://fb.me/e/2Waw7MWUR Við hlökkum til að sjá ykkur!!

Hlaupið við Vífilsstaðavatn

Hlaupið við Vífilsstaðavatn til styrktar Píeta.

Þann 22.mars 2025 verður fimmta Píeta hlaupið haldið, það var fyrst haldið árið 2021. Að þessu sinni verður hlaupið við og í kringum Vífilsstaðavatn. Allir eru velkomnir að mæta hvort sem þeir vilja ganga einn hring eða hlaupa í fjóra tíma. Það má mæta hvenær sem er frá kl 9 til 13. Viðburðurinn er haldinn […]

Píeta skjól á Reyðarfirði

Píeta samtökin opna Píeta skjól á Reyðarfirði  fimmtudaginn 27. febrúar kl. 10:00   Píeta samtökin og Fjarðarbyggð bjóða til viðburðar núna á fimmtudaginn 27. febrúar kl. 10 að Búðareyri 1 á Reyðarfirði, tilefnið er opnun á meðferðarúrræði Píeta á Reyðarfirði. Eru allir íbúar Fjarðarbyggðar, fagfólk og áhugafólk um geðheilbrigði hjartanlega velkomin. Þá eru aðstandendur þeirra sem […]

Símasöfnun Píeta

Við erum lögð af stað í söfnunarátak og vonumst til að þú takir vel í símtal frá okkur. Með ósk um stuðning í baráttunni gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða. Þitt framlag skiptir máli Við bendum einnig á reikningsnúmer samtakanna fyrir frjáls framlög 0301-26-041041, Kt: 410416-0690. Píeta samtökin eru líka á AUR. Sláðu inn notendanafnið @pieta og sendu […]

Sálfræðingur á Akureyri

Píeta samtökin auglýsa eftir sálfræðingi í 20-40% starf á Akureyri.

Píeta samtökin auglýsa eftir sálfræðingi í 20-40% starf á Akureyri. Hjá Píeta samtökunum starfar þverfaglegt teymi sálfræðinga, félagsráðgjafa, læknir og iðjuþjálfi. Teymið situr vikulega handleiðslufundi og vinnur þétt saman. Píeta samtökin veita gagnreynda meðferð fyrir einstaklinga 18 ára og eldri með sjálfsvígshugsanir og/eða sjálfsskaða. Samtökin bjóða einnig upp á stuðning fyrir aðstandendur í formi viðtala […]

Vetrarsólstöðuganga Píeta 2024

Vetrarsólstöðugangan er innihaldsrík samverustund á dimmasta kvöldi ársins haldin í minningu þeirra sem látist hafa fyrir eigin hendi og hvatning til þeirra sem glíma við sjálfsvígshugsanir um að gefast ekki upp heldur þiggja hjálp og velja lífið. Sjá viðburð hér: https://fb.me/e/5TMP3D8S1 Hist er í húsnæði Kynnisferða við Klettagarða 12. Laugardaginn 21. desember. Húsið opnar kl. […]