Viltu í alvörunni deyja?

[rev_slider alias=”viltu-i-alvounni-deyja”]

VILTU Í ALVÖRUNNI DEYJA?

Þú ert ekki fyrsta manneskjan sem íhugar sjálfsvíg.

Flestum dettur það í hug á einhverjum tímapunkti í lífi sínu.

Þessi hugsun getur spannað allt frá ,,hver er eiginlega tilgangurinn með þessu öllu saman?” til að ,,ég vil ekki vera hér lengur.” Innst inni viltu ekki deyja, heldur einungis binda enda á sálarangistina og sársaukann.

Sársaukinn og neikvæðu tilfinningar eru aðeins tímabundnar. Tilfinningar eru eins og öldur, þær koma og fara.  Það er eðlilegt. Stundum leyfum við sársaukanum að malla af því að við vitum ekki hvað við  eigum að gera annað, en það er hægt að læra að stjórna þessum sveiflum, sem eru góðar fréttir – því það þýðir að við getum bægt sjálfsvígshugsunum frá okkur.

Stuðningssamtök, fjölskylda þín eða vinir  geta hjálpað þér að halda út vanlíðan, sveigja framhjá sjálfsvígshugsunum og leita leiða sem beina þér inn á lífsbrautina á ný.

Með því að einbeita þér að þremur þáttum í lífi þínu, viljum við hjálpa þér við að komast yfir þessar erfiðu hugsanir:

Líkamleg líðan – Borðar þú hollan mat? Sefur þú vel? Hreyfir þú þig reglulega?

Tilfinningaleg líðan – Ertu í sambúð eða hefur slitnað upp úr sambandi þínu nýlega? Áttu stuðning fjölskyldu þinnar og vina vísan? Ertu á einhvern hátt virkur í samfélaginu?

Andleg líðan – Vinnur þú úti eða ertu atvinnulaus?

Ertu í starfi sem þú hvorki þolir eða veitir þér fullnægju?

Sérðu tilgang með deginum í dag? Færðu næga uppörvun eða ertu stressaður? Gefur þú eitthvað til baka til samfélagsins?

Þegar fáum af ofangreindum þörfum er fullnægt er eðlilegt að upplifa tilgangsleysi í tilverunni.  þá getur verið stutt að sjálfsvígshugsanir spretti fram.

Er þessum þörfum þínum fullnægt? Hljómar eitthvað af þessu kunnuglega?

Mundu að þú hefur áður sigrast á erfiðleikum í lífi þínu – þú lifðir þá af – og þú getur svo sannarlega gert það aftur.

Deila á:

[DISPLAY_ULTIMATE_SOCIAL_ICONS]

Prenta: