Chat with us, powered by LiveChat

Vetrarsólstöðuganga Píeta samtakanna

Vetrarsólstöðugangan verður laugardaginn 21. desember kl. 20:00.

Margir eiga um sárt að binda á þessum árstíma vegna sjálfsvíga, sjálfsskaða og sjálfsvígshugsana. Vetrarsólstöðugangan er því hugsuð til þess að minnast þeirra sem látist hafa vegna sjálfsvíga og sem kærleiksrík samkomustund fyrir þá sem misst hafa ástvini og fyrir alla sem glíma við sjálfsvígs- og sjálfsskaðahugsanir.

Hist verður í húsnæði Kynnisferða að Klettagörðum 12. Húsið mun opna kl 19:30. Boðið verður upp á heitt kakó og kleinur. Gissur Páll Gissurarson tenórsöngvari mun syngja nokkur lög með undirleik Árna Heiðars Karlssonar áður en haldið er út að vitanum. Við vitann verður minningarstund, kveikt verður á kertum og skrifuð minningarorð um ástvini á minningarplötu. Minningarplatan mun svo vera á vitanum fram yfir áramót, þannig að fólk getur farið að vitanum yfir hátíðarnar til að minnast ástvina. 

Hægt verður að kaupa kerti á staðnum til styrktar Píeta samtökunum. 

Frekari upplýsingar um vetrarsólstöðugönguna fást hjá Píeta samtökunum í síma 552-2218.
Umsjónarmenn göngunnar: Bjarni Karlsson, s: 820-8865 og Benedikt Guðmundsson, s.: 897-2386.

Píeta samtökin vilja þakka Kynnisferðum, Reykjavíkurhöfnum og fjölmörgum öðrum styrktaraðilum fyrir að styðja þetta verkefni.