Chat with us, powered by LiveChat

Veiga hefur lokið sögulegri hringferð sinni um landið

Mikill fjöldi fólks fagnaði Veiga þegar hún kom í heimahöfn á Ísafirði 23. ágúst sl. en Veiga lagði af stað í hringferðina um miðjan maí. Ferðin tók þrjá mánuði og tíu daga og að baki liggja um 2200 kílómetrar og hátt í milljón áratök.

Veiga var hálf feiminn og djúpt snortin yfir móttökunum en mikil fjöldi tók á móti Veigu á bryggjunni og Björgunarfélag Ísafjarðar kveikti á blysum henni til heiðurs. Einnig reru margir félagar hennar úr Siglingaklúbbnum Sæfara út á móti henni og fylgdu henni síðasta spottann inn Skutulsfjörðinn,

Við minnum á að enn er hægt að heita á Veigu í þessu frábæra verkefni, en þetta er gríðarlegt afrek, að róa á móti straumunum í kringum Ísland á kajak.

Við hjá Píeta samtökunum erum einstaklega stolt af því að taka þátt í þessu verkefni sem er einstakt á heimsvísu. Við viljum nota tækifærið og þakka öllum sem styrkt hafa verkefnið og sérstaklega þeim sem tekið hafa á móti Veigu víðsvegar um landið, veitt henni gistingu og útvegað húsnæði fyrir fyrirlestra hennar. Takk öll, ykkar hjálp er ómetanleg.

Við minnum á að hægt er að heita á Veigu og styrkja þar með starf Píeta samtakann með því að leggja inn á söfnunarreikning: 0301-13-305038 kt. 4104160690 eða hringja í söfnunarnúmer 901 7111 – 1.000, kr. / 901 7113 – 3.000, kr. / 901 7115 – 5.000, kr.