ÚR MYRKRINU Í LJÓSIÐ

“Úr myrkrinu í ljósið” er 5 km ganga Píeta samtakanna sem haldin er árlega til að minnast þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi og til að senda kærleika og von til þeirra sem þjást vegna sjálfsvíga, sjálfsskaða og sjálfsvígshugsana. Gangan er liður í fjáröflun Píeta samtakanna sem reka úrræði fyrir fólk sem er í sjálfsvígshugleiðingum og sjálfsskaða og þeirra fjölskyldur, og einnig fyrir fólk sem hefur misst ástvin í sjálfsvígi, en þjónustan er þeim að kostnaðarlausu.

Gangan er haldin að vori til eftir miðnætti. Lagt er af stað í myrkri og svo er gengið saman inn í dagrenninguna, úr myrkrinu í ljósið.

Gangan er að fyrirmynd “Darkness into light” göngu hins írska Pieta House og er hún orðin að viðburði víða um heim.