ÚR MYRKRINU Í LJÓSIÐ GANGAN Í FJÓRÐA SINN

Píeta Samtökin standa nú fyrir göngunni “Úr myrkrinu í ljósið” í fjórða sinn, en gangan var haldin í fyrsta sinn hér á landi árið 2016.

ÚR MYRKRINU Í LJÓSIÐ 2019
Píeta Samtökin standa nú fyrir göngunni “Úr myrkrinu í ljósið” í fjórða sinn, en gangan var haldin í fyrsta sinn hér á landi árið 2016.
Gangan er í minningu þeirra sem látist hafa í sjálfsvígi og til að efla von þeirra sem eiga um sárt að binda vegna vanlíðanar, sjálfsvígshugsana og sjálfsskaða.
Gengið er til styrktar Píeta samtökunum sem bjóða nú ókeypis úrræði fyrir fólk í sjálfsvígshugleiðingum, með sjálfsskaða og aðstoð fyrir aðstandendur og þá sem misst hafa ástvini í sjálfsvígi.

Gangan verður þann 11. maí 2019, kl 03:00 (aðfararnótt laugardagsins 11. maí)
Í ár verður gengið 4 stöðum; Reykjavík, Akureyri, Seyðisfirði og Ísafirði.

Skráningarverð eru eftirfarandi:
Fullorðnir (18+): kr. 3130
Nemar (18+): kr. 2500
Atvinnulausir/öryrkjar: kr. 2500
Eldri borgarar (65+) kr. 2500
Börn (6-17 ára): kr. 630
Börn (0-5 ára): Ókeypis

Skráning fer eingöngu fram á netinu á eftirfarandi slóð:
httpss://www.darknessintolight.ie/event/reykjavik

Skráning á staðnum mun vera eftirfarandi, til að auðvelda útreikninga í afgreiðslu:

Fullorðnir (18+): kr. 3500
Nemar (18+): kr. 2500
Atvinnulausir/öryrkjar: kr. 2500
Eldri borgarar (65+) kr. 2500
Börn (6-17 ára): kr. 700
Börn (0-5 ára): Ókeypis