Chat with us, powered by LiveChat

Píeta samtökin hafa nú verið með starfsemi að Baldursgötu 7 í um tvö ár. Engan grunaði í upphafi að aðsóknin yrði jafn mikil og hún er í raun. Á árinu 2018 leituðu 90 einstaklingar til samtakanna og 2019 306 einstaklingar. Það er þakkarvert að fólk í sjálfsskaða og sjálfsvígs hugsunum skuli leita til samtakanna eftir stuðningi og aðstoð. Samtökin standa fyrir „Vetrarsólstöðugöngu“ í desember sem hefur alltaf verið vel sótt og einnig göngunni „Úr myrkrinu í ljósið“ sem fram fer í maí og fjöldi manns sækir. Jafnframt eru samtökin eitt af styrktarfélögunum í Reykjavíkurmaraþoninu. Samtökin eru komin til að vera.

Öll þjónusta samtakanna er þeim sem til okkar leita að kostnaðarlausu. Við erum svo heppin að þjóðin hefur stutt vel og vandlega við bakið á starfseminni og vonum við að svo verði áfram.

Nú er verið að styrkja félagahópinn sem að samtökunum stendur og getur fólk skráð sig sem félaga hér á síðunni. Jafnframt stendur fyrir dyrum aðalfundur samtakanna og á hann verða félagsmenn boðaðir þegar nær dregur. Þeir félagsmenn sem hafa hug á að gefa kost á sér til stjórnarstarfa eru hvattir til að hafa samband við Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttr, silla@hi.is. Við hvetjum einnig þá sem hafa áhuga á að gerast félagsmenn að skrá sig og erum sannfærð um að starfsemin á eftir að vaxa og dafna um ókomin ár.
Öllum þeim sem fram að þessu hafa komið að framgangi samtakanna, með stuðningi á einhvern hátt ber að þakka fyrir.

Með kveðju
Björk Jónsdóttir
Formaður Píeta samtakanna

Smella hér til að gerast félagsmaður.