Chat with us, powered by LiveChat

Treyjuuppboð til styrktar Píeta samtökunum

Gunnleifur Gunnleifsson markvörður karlaliðs Breiðabliks í knattspyrnu heldur uppboð á skiptitreyjnum sínum til styrktar Píeta samtökunum. Treyjurnar koma víðsvegar að og hefur hann fengið þær frá vinum og félögum, ýmist úr landsliðinu eða félagsliðum eftir leiki. Fótbolti.net mun í þessari viku bjóða upp þrjár treyjur en þær seljast allar í sitthvoru lagi og munu í framhaldi af því fleiri treyjur verða boðnar upp. Fótbolti.net heldur utan um uppboðið en einnig verða treyjur sem ekki fara á uppboðið til sölu á slá í Jóa Útherja.

Hægt er að bjóða í treyjurnar með því að senda póst á  fotbolti@fotbolti.net. Lágmarksboð er 15 þúsund krónur og uppboðið þessa viku stendur yfir til kl. 12:00 föstudaginn 15. nóvember.
Treyjurnar á uppboðinu verða til sýnis á veitingastaðnum Sport og Grill í Smáralind. Allur ágóði af sölunni rennur til Píeta samtakanna.

Treyjurnar sem Fótbolti.net býður upp að þessu sinni eru:
Treyja Vedran Corluka úr Króatía – Ísland
Treyja sem Aron Einar Gunnarsson spilaði með Coventry
Treyja Craig Gordon úr landsleik Skotlands og Íslands.

Píeta samtökin þakka Gunnleifi kærlega fyrir þetta frábæra framtak.