Þarfnast þú hjálpar tafarlaust?

[rev_slider alias=”tharfnast-thu-hjalpar”]

ÞARFNAST ÞÚ HJÁLPAR TAFARLAUST?

Á þessu augnabliki upplifirðu jafnvel að dauðinn sé eina leiðin út úr sársaukanum.

Flestir upplifa það einhvern tíman á lífsleiðinni að sjá ekki fram úr aðstæðum. Viðbrögð þín eru eðlileg.

En – sjálfsvíg er slæmur valkostur. Það er endanlegt og banvænt. Hversu mikil sem vanlíðan þín er í augnablikinu, geturðu treyst því að hún mun líða hjá.

Við getum og viljum hjálpa þér að líða betur.

Segðu okkur sögu þína, útskýrðu hvað það er sem veldur þér svo mikilli sálarangist. Þannig leyfir þú okkur að hjálpa þér. Það er fyrsta skrefið. Í framhaldinu útvegum við þér viðtal hjá fagmanneskju.

Taktu fyrsta skrefið að bjartari framtíð.

Sértu í brýnni þörf fyrir að tala við einhvern NÚNA, hringdu í síma 1717

Hjálparsími Rauða Krossins er opinn allan sólahringinn.

Þar er fagfólk sem hefur sérhæft sig í að hjálpa þér.

Að láta lífið í sjálfsvígi leysir engan vanda.

Innst inni langar þig ekki til að enda lífið, þú vilt enda sálarangist þína.

Deila á:

[DISPLAY_ULTIMATE_SOCIAL_ICONS]

Prenta: