STUÐNINGSHÓPAR PÍETA SAMTAKANNA VETURINN 2018-2019

Píeta samtökin bjóða upp á þrenns konar stuðningshópa. Frekari upplýsingar um hópana og um dagsetningar þeirra má sjá hér fyrir neðan:

Ungir karlmenn í sjálfsvígshættu
– Stuðningshópur –

Ert þú ungur karlmaður 18 til 35 ára sem líður illa, ert með hugsanir um að vilja ekki lifa lengur og þarft hjálp?
Ert þú foreldri eða aðstandandi sem átt fjölskyldumeðlim með þessa líðan og vilt leita honum hjálpar?
Píeta samtökin bjóða upp á stuðningshópa fyrir unga karlmenn í sjálfsvígshættu. Birgir Örn Steinarsson sálfræðingur og Steinn Jónsson ráðgjafi leiða hópinn. Stuðningshópurinn kemur saman annan hvorn fimmtudag kl: 16.30 – 18.00 í húsnæði Píeta samtakanna að Baldursgötu 7. Velkomið er að droppa inn án þess að gera boð á undan sér. Veitingar. Allar nánari upplýsingar í síma 552-2218.
Hópurinn hittist eftirfarandi dagsetningar kl. 16:30:
2019:
3. janúar
17. janúar
31. janúar
14. febrúar
28. febrúar
14. mars
28. mars
11. april

Aðstandendur eftir sjálfsvíg
– Stuðningshópur –

Píeta samtökin bjóða upp á stuðningshóp fyrir þá sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi. Hópurinn hittist síðasta mánudag í hverjum mánuði kl. 20:00 í húsnæði Píeta samtakanna að Baldursgötu 7. Hópurinn er leiddur af Þóreyju Dögg Jónsdóttur djákna.
Allir velkomnir. Boðið verður upp á kaffi á staðnum.
Hópurinn hittist eftirfarandi dagsetningar kl. 20:00:
2019:
28. janúar
25. febrúar
25. mars
29. apríl
27. maí

Feður, bræður, synir og vinir
-Stuðningshópur –

Í vetur bjóða Píeta-samtökin feðrum, bræðrum, sonum og vinum þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi til fundar annan fimmtudag í hverjum mánuði kl. 16:30. Stundum er gott fyrir hrútana að vera einir saman.
Bjarni Karlsson prestur og Píetafélagi leiðir þessa fundi en hann hefur áratuga reynslu af starfi með syrgjendum.
Fundirnir eru haldnir í Píeta-húsinu að Baldursgötu 7.
Þetta hafa verið frábærar samverur með heiðarlegu trúnaðarsamtali þar sem allir ganga betri út.
Nánari upplýsingar má fá hjá Bjarna í síma 820 8865 eða á netfanginu bjarni@hafsal.is.
Hópurinn hittist eftirfarandi dagsetningar kl. 16:30:
2019:
10. janúar
14. febrúar
14. mars
11. apríl