OPNIR STUÐNINGSHÓPAR PÍETA SAMTAKANNA VETURINN 2019-2020

Píeta samtökin bjóða upp á tvenns konar konar opna stuðningshópa. Frekari upplýsingar um hópana og um dagsetningar þeirra má sjá hér fyrir neðan:

Aðstandendur eftir sjálfsvíg

Píeta samtökin bjóða upp á opinn stuðningshóp fyrir þá sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi. Hópurinn hittist síðasta mánudag í hverjum mánuði kl. 20:00 í húsnæði Píeta samtakanna að Baldursgötu 7. Hópurinn er leiddur af Þóreyju Dögg Jónsdóttur djákna.
Allir velkomnir. Boðið verður upp á kaffi á staðnum.
Hópurinn hittist eftirfarandi dagsetningar kl. 20:00:

HAUST 2019            VOR 2020
30. september         27. janúar
28. október              24. febrúar
25. nóvember          30. mars
16. desember          27. apríl
—————–              18. maí

Feður, bræður, synir og vinir

Í vetur bjóða Píeta-samtökin feðrum, bræðrum, sonum og vinum þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi til fundar annan fimmtudag í hverjum mánuði kl. 16:30. Stundum er gott fyrir hrútana að vera einir saman.
Bjarni Karlsson prestur og Píetafélagi leiðir þessa fundi en hann hefur áratuga reynslu af starfi með syrgjendum.
Fundirnir eru haldnir í Píeta-húsinu að Baldursgötu 7.
Þetta hafa verið frábærar samverur með heiðarlegu trúnaðarsamtali þar sem allir ganga betri út.
Nánari upplýsingar má fá hjá Bjarna í síma 820 8865 eða á netfanginu bjarni@hafsal.is.
Hópurinn hittist eftirfarandi dagsetningar kl. 16:30:

HAUST 2019                    VOR 2020
12. september                  9. janúar
11. október                      13. febrúar
14. nóvember                  12. mars
12. desember                    9. apríl
___________                      14. maí