Sigurgeir syndir #fyrirpíeta

Sunnudaginn 3. nóvember ætlar Sigurgeir Svanberg að synda 6 km leið fyrir austan, í Reyðarfirði og koma á land á Mjóeyri á Eskifirði. Nánari tímasetning kemur þegar veðurspá liggur fyrir. Fylgisti með í streymi! og Austfirðingar eru hvattir til að mæta í móttökupartý á Mjóeyri.

👉Sundið er mjög táknrænt, hann vill senda út þau skilaboð að það er alltaf einhver þarna úti sem myndi halda í hönd ykkar í gegnum helvíti og fara svo enn lengra án þess að sleppa takinu.

Í gegnum tíðina hefur kona Sigurgeirs, Sóley verð hans styrka stoð og veitt honum hjálparhönd bæði í styrktar-sundum og verkefnum lífisins. Nú ætlar hann að sýna henni að hann sé til staðar fyrir hana og veita henni táknræna hjálparhönd og styrk með því að binda kajak Sóleyjar við mitti sitt og draga hana þessa leið yfir fjörðinn 💛

👉Þetta er einnig táknrænt fyrir starfsemi Píeta samtakanna, ef sjálfsvígshugsanir sækja á hugann og þú upplifir þig einan/eina/eitt, þá réttir Píeta þér hjálparhönd, þú ert ekki ein/einn/eitt. Það er hjálp að fá, segðu það upphátt við vini og fjölskyldu eða hringdu í hjálparsíma Píeta, sem er opinn allan sólahringinn, alla daga vikunnar S: 552-2218.

Sigurgeir segir einnig:

„Þið eruð ekki ein þó að myrkrið sé mikið. Myrkrið hefur nefnilega þær afleiðingar að maður sér ekki allt í kring um sig þó svo að maður sé alveg umkringdur, stundum þarf bara smá ljós til að átta sig á raunverulegri stöðu. Ég ætla að reyna að vera þetta litla ljós og því mun ég ekki einungis synda leiðina heldur ætla ég einnig að binda kajak sóleyjar við mittið á mér og draga hana yfir. Ég myndi ganga í gegn um helvíti fyrir hana og þetta verður ein birtingarmyndin af því.“

🟡 Til að heita á Sigurgeir og styrkja Píeta þá leggur þú inn á reikninginn hér að neðan og setur „synda“ í skýringu.

Kt. 410416-0690

Reikn nr. 0301-26-041041

👉Einnig er hægt að gerast ljósberi Píeta samtakanna með mánaðarlegum stuðningi hér: https://pieta.is/styrkja-samtokin/

Smelltu hér til að fara á viðburð: https://fb.me/e/7kAniJ5Qs

Sundið er mjög táknrænt, hann vill senda út þau skilaboð að það er alltaf einhver þarna úti sem myndi halda í hönd ykkar í gegnum helvíti og fara svo enn lengra án þess að sleppa takinu.
Deila
Deila