Chat with us, powered by LiveChat

SIGLIR Á MÓTI STRAUMNUM NÆSTU VIKURNAR

Veiga Grétarsdóttir hefur sett sér það markmið að róa í kringum Ísland á kajak í sumar. Veiga ætlar með kajaksiglingunni að styðja við Píeta samtökin og kallar verkefnið „Á móti straumnum“.

VEIGA ER LÖGÐ AF STAÐ
Veiga Grétarsdóttir kajakræðari, sem hefur sett sér það markmið að róa rangsælis í kringum Ísland lagði af stað 14. maí frá Ísafirði. Gera má ráð fyrir að róðurinn taki sex til tíu vikur en áætluð vegalengd er rúmlega 2.000 kílómetrar.

Veiga mun róa rangsælis hringinn í kringum landið en það hefur enginn gert áður en Veiga er líka fyrsta íslenska konan og fyrsta transmanneskjan í heiminum til að fara ein í svona stóran leiðangur á kajak. Verkefnið kallar Veiga „Á móti straumnum“ sem er táknrænt þar sem segja má að Veiga hafi siglt á móti straumnum alla ævi.

Píeta samtökin og eru bæði þakklát og stolt af því fá að taka þátt í þessu magnaða verkefni en markmiðið með kajaksiglingunni er að safna áheitum fyrir samtökin.

Á ferð sinni um landið mun Veiga halda fyrirlestra á átta stöðum og ef allt gengur upp þá verður fyrsti fyrirlesturinn á Patreksfirði 16. maí.

Á meðan róðrinum stendur mun Veiga halda úti vefsíðunni www.veiga.is þar sem hægt verður að fylgjast með ferð hennar í kringum landið.
Einnig er hægt að smella á hnappana hér fyrir neðan til að fylgjast með Veigu á samfélagsmiðlum.

[ve_infobox title=”Heita á verkefnið”]

Styrktarreikningur:
301-13-305038, kt: 410416-0690,

Styrktarnúmer Píeta samtakanna:

901 7111 – 1.000, kr.

901 7113 – 3.000, kr.

901 7115 – 5.000, kr.

—————————–

IBAN: IS040301133050384104160690
SWIFT: ESJAISRE

[/ve_infobox]