Chat with us, powered by LiveChat

Andleg heilsa í fókus

Píeta samtökin taka stolt þátt í Láttu þér líða vel deginum þar sem andleg heilsa er í fókus.

Miðvikudaginn 2. október milli kl. 11 og 14 stendur Háskólinn í Reykjavík fyrir andlegum heilsudegi fyrir nemendur sína og almenning.

Hugmyndin með deginum er búa til vettvang þar sem einstaklingar, sem eru að takast á við ýmsar áskoranir í lífinu, geta kynnt sér hvaða bjargráð eru í boði.

Aðilar sem bjóða fræðslu og þjónustu fyrir þennan markhóp verða sýnilegir og aðgengilegir til að auðvelda fólki að taka fyrsta skrefið í átt að betri líðan. Dagurinn er ætlaður bæði nemendum HR og almenningi. Hann er skipulagður í samstarfi við náms- og starfsráðgjöf HR.

Sjáumst í HR.