Chat with us, powered by LiveChat

Kótelettuhlaðborð til styrktar Píeta samtökunum

ToyRun Iceland og Matarbarinn stóðu fyrir kótelettuhlaðborði sunnudaginn 13. október til styrktar Píeta samtökunum.

Yfir 200 manns mættu á Matarbarinn og gæddu sér á dýrindis kótelettum í raspi. Það voru strákarnir í ToyRun Iceland og Magnús eigandi Matarbarsins sem stóðu vaktina og framreiddu þennan vinsæla heimilismat ofan í gesti. Mikil stemming var á staðnum og kóteletturnar runnu út eins og heitar lummu. Ákveðið var að gera þennan viðburð árlegan þar sem undirtektir voru með eindæmum góðar.
Píeta samtökin þakka strákunum í ToyRun og Magnúsi á Matarbarnum fyrir þetta frábæra framtak.