Chat with us, powered by LiveChat

K-Lykill Kiwanishreyfingarinnar

Afhending styrkfjár

Kiwanishreyfingin stóð fyrir sölu K-lykilsins nú í maí og rann ágóðinn til Píeta samtakanna og BUGL.

Kristín Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Píeta samtakanna tók á móti 5.000.000 kr. styrk  frá Kiwanis nú á dögunum en þetta er hluti afraksturs af söfnuninni ” Lykill að lífi “. Okkar bestu og innilegustu þakkir til Kiwanis fólks fyrir óeigingjarnt og ötult starf og ykkur öllum fyrir að kaupa K-lykilinn. Þetta skiptir miklu máli og mun reynast dýrmætur stuðningur við samtökin.