Chat with us, powered by LiveChat

K-Lykill Kiwanishreyfingarinnar

Afhending styrkfjár

Umdæmisþing Kiwanisumdæmisins Ísland-Færeyjar 2019 var haldið helgin
20.-21. september sl. Þar veitti Kiwanis, Píeta samtökunum styrk að upphæð 10.000.000 kr. sem er afrakstur sölu K-lykilsins í ár. Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri, Benedikt Guðmundsson, varaformaður og Steinn Jónsson, móttökuráðgjafi mættu á Umdæmisþingið og veittu styrknum viðtöku með gleði og þökkum. Gylfi Ingvarsson, formaður K-dagsnefndar og Eyþór Einarsson umdæmisstjóri afhentu styrkinn.

Okkar bestu og innilegustu þakkir til Kiwanishreyfingarinnar fyrir óeigingjarnt og ötult starf félagsmanna. Þetta skiptir miklu máli og mun reynast dýrmætur stuðningur við samtökin.