Chat with us, powered by LiveChat

Jólatónleikar Gospelkórs Jóns Vídalíns

Gospelkór Jóns Vídalíns heldur sína árlegu jólatónleika sunnudaginn 15. desember kl. 20:00 í Vídalínskirkju, Garðabæ.

Kórinn mun halda uppi jólastuðinu með kraftmiklum gospelútsetningum í bland við hugljúfa jólatónlist. Tónleikagestir mega búast við orkumiklum flutningi, innlifun og vönduðum útsetningum eins og Gospelkór Jóns Vídalíns hefur getið sér gott orð fyrir, undir stjórn Davíðs Sigurgeirssonar. Að venju mun glæsileg hljómsveit leika undir með kórnum.

Aðgangseyrir er 2.000, krónur og rennur allur ágóði til Píeta samtakanna. Forsala miða er hafin á: tix.is

Píeta samtökin eru svo innilega þakklát fyrir þennan hlýhug og stuðning.