Chat with us, powered by LiveChat

Tónlistarhátíðin Ingólfsvaka

Tónlistarhátíðin Ingólfsvaka verður haldin í þriðja sinn 12. október næstkomandi.

Hátíðin hefst á fjölskyldudagskrá klukkan 16:00 þar sem verður létt tónlist, fjöllistafólk verður með atriði, trúður kemur í heimsókn, boðið verður upp á tónlistarkennslu, fatamarkaður verður á svæðinu, veitingar til sölu og margt fleira. Ekkert kostar inn á fjölskyldudagskrána.

Klukkan 20:00 hefst kvölddagskrá þar sem skemmtikraftar úr Mið-Ísland mæta. Floni, Seint, Bogdan og Ívar I,  og Björk Viggósdóttir spila tónlist. Mike the Jacket endar kvöldið á frábæru DJ setti. Þá mun eldlistamaður leika listir sínar. Miðaverð á kvölddagskrá er 1500.-

Góagrill verður á svæðinu og selur veitingar gegn vægu gjaldi. Barinn verður opin og happy hour frá 20:00 – 23:00. Boðið verður upp á ókeypis far niður í miðbæ.

Hátíðin fer fram í Leiknisheimilinu, Austurbergi  1, 111 Reykjavík.

Hátíðin er haldin af félaginu Ingólfsvaka sem hefur það að markmiði að vekja athygli á þeirri vá sem sjálfsvíg eru í íslensku samfélagi. Þá safnar félagið fé fyrir samtök og stofnanir sem berjast gegn sjálfsvígum og veita aðstandendum stuðning.

Hátíðin er öll unnin í sjálfboðavinnu og í ár er hún haldin til styrktar Pieta samtökunum.