Hópastarf
Píeta samtökin bjóða upp á stuðningshópa fyrir aðstandendur. Hóparnir eru opnir og er öllum frjálst að mæta.
Aðstandendur eftir sjálfsvíg
Opinn stuðningshópur fyrir þá sem hafa misst ástvin vegna sjálfsvígs. Hópurinn hittist síðasta mánudag hvers mánaðar á Baldursgötu 7 kl 20. Fylgist með samfélagsmiðlum Píeta til að fá tilkynningar um hópastarf á tímum COVID-19. Benedikt Guðmundsson, ráðgjafi leiðir hópinn.
Feður, bræður, synir og vinir
Síðustu tvo vetur hafa feður, bræður, synir og vinir fólks sem fallið hafa fyrir eigin hendi hist þriðja fimmtudag í mánuði kl.16:30. Þetta hafa verið innihaldríkir og styrkjandi fundir undir handleiðslu Bjarna Karlssonar prests, siðfræðings og Píetafélaga. Nú vill hópurinn líka bjóða til sín mönnum sem þurft hafa að glíma við sjálfsvígshugsanir.