Chat with us, powered by LiveChat

Rokkum gegn sálfsvígum

Forvarnasamtökin ÞÚ skiptir máli í Norðurþingi gefa út geisladiskinn „ROKKUM gegn sjálfsvígum“.

Þessi diskur er gefin út til styrktar Píeta samtökunum og inniheldur upptöku frá glæsilegum tónleikum Tónasmiðjunnar og gesta sem haldnir voru í Húsavíkurkirkju árið 2018 þar sem heiðursgestur var Magni Ásgeirsson.

Með þessu móti vilja samtökin ÞÚ skiptir máli rétta Píeta samtökunum hjálparhönd og hvetja alla til að hjálpa til, með því að kaupa eintak af þessum magnaða geisladiski.

Diskurinn er tvöfaldur og inniheldur 20 lög úr sýningunni ROKKUM gegn sjálfsvígum. Meðal söngvara á disknum eru Magni Ásgeirsson, Kristján Þór Magnússon, Valdís Jósefsdóttir, Bylgja Steingrímsdóttir, Edda Björg Sverrisdóttir, Tryggvi Hrafn Sigurðsson, ásamt Stúlknakór Húsavíkur og fleirum.

Diskurinn kostar aðeins 3000 krónur og fer ALLUR ágóði af sölu disksins til Píeta samtakanna. Hægt er að panta diskinn og fá hann sendan heim að dyrum með því að senda tölvupóst á thuskiptirmali@gmail.com.