Chat with us, powered by LiveChat

Kayakferðir Stokkseyri buðu upp á ferð til styrktar Píeta

12. júní síðastliðinn buðu Kayakferðir á Stokkseyri upp á ferð þar sem fólki gafst tækifæri á að róa með Veigu síðustu 8 km á leið hennar til Stokkseyrar. Þátttaka var góð þótt fyrirvarinn hafi verið stuttur og það var ánægður og þakklátur hópur sem fylgdi henni síðasta spottann í rjómablíðu og 22ja stiga hita.

Allir voru sammála um að þetta hafi verið frábært tækifæri til að styðja Veigu og taka þátt í þessu magnaða verkefni. Allur ágóði ferðarinnar rann óskiptur til Píeta samtakanna.

Píeta samtökin vilja nota tækifærið og þakka Kayakferðum á Stokkseyri kærlega fyrir þetta frábæra framtak. Einnig þökkum við Björgunarsveitinni Björgu á Eyrarbakka fyrir fylgdina og gistiheimilinu Kvöldstjörnunni á Stokkseyri fyrir að bjóða Veigu gistingu.

Við minnum á að hægt er að leggja Veigu lið með því að leggja inn á söfnunarreikning: 0301-13-305038 kt. 4104160690 eða hringja í söfnunarnúmer 901 7111 – 1.000, kr. / 901 7113 – 3.000, kr. / 901 7115 – 5.000, kr.