Chat with us, powered by LiveChat

Fagstjóri Píetasamtakanna.

Píetasamtökin óska eftir að ráða sálfræðing til að leiða stuðnings- og meðferðarteymi samtakanna.  Um er að ræða 100% starf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. 

Píetasamtökin eru öflugt forvarna, stuðnings- og meðferðarúrræði við sjálfsvígshugsunum. Áhersla er lögð á að þróa þjónustuna í samræmi við stefnu Píetasamtakanna. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af því að starfa með félagasamtökum og skilji þá hugsjón sem til þarf, hafi opinn huga og skilning á ólíkum þörfum mismunandi þjóðfélagshópa, sé sveigjanlegur og tilbúinn í krefjandi verkefni.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Teymisstjórn yfir meðferðar- og stuðningsteymi samtakanna
 • Greining og mat á sálrænum vanda og meðferðarviðtöl
 • Eftirfylgd einstaklinga með alvarlegan vanda
 • Fræðsla og námskeiðahald
 • Uppbygging og þróun Píetasímans
 • Samstarf við aðrar heilbrigðisstofnanir og félagasamtök og félagsþjónustu
 • Þátttaka í stefnumótun og uppbyggingu á annarri þjónustu Píetasamtakanna

Hæfniskröfur

 • Löggilding sem sálfræðingur á Íslandi 
 • Æskilegt að hafi sérfræðiréttindi í klínískri sálfræði 
 • Reynsla af teymisstjórn skilyrði
 • Reynsla af greiningu og meðferð fullorðinna með sálrænan vanda
 • Reynsla af vinnu með einstaklingum í sjálfsvígshættu 
 • Sjálfstæði og frumkvæði í starfi
 • Færni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki

Umsóknarfrestur er til og með 10.október 2020.

Nánari upplýsingar veitir:

Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Píetasamtakanna í síma 6961556 eða í gegnum netfangið kristin@pieta.is.