Chat with us, powered by LiveChat

VIÐ GETUM HJÁLPAÐ…

ÞÚ GETUR HJÁLPAÐ…

Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Boðið er upp á viðtöl fyrir 18 ára og eldri. Samtökin opnuðu þjónustu sína vorið 2018 og eru með starfsemina að Baldursgötu 7 í Reykjavík.

Taktu fyrsta skrefið að bjartari framtíð. Sértu í brýnni þörf fyrir að tala við einhvern núna, hringdu þá í Píetasímann 5522218 sem er opinn allan sólahringinn. Bendum einnig Hjálparsíma Rauða Krossins 1717. Í neyðartilfellum bendum við á að hringja beint í 112.

Að láta lífið í sjálfsvígi leysir engan vanda. Innst inni langar þig ekki til að enda lífið, þú vilt enda sálarangist þína.

Hefur þú áhyggjur af einhverjum?

Þakka þér fyrir að leita hjálpar fyrir einhvern sem þú þekkir, það krefst hugrekkis.

Það er vegna fólks eins og þín, sem okkur tekst að draga úr sjálfsvígum og sjálfsskaða á Íslandi.

Hefur þú áhyggjur af einhverjum í sjálfsvígshugleiðingum?

Hver sem er getur upplifað sjálfsvígshugsanir einhvern tímann á lífsleiðinni.

Þessar hugsanir geta spannað allt frá ,,hver er eiginlega tilgangurinn með þessu öllu saman?” til að ,,ég vil ekki vera hér lengur.” Innst inni vill sá eða sú sem þú hefur áhyggjur af ekki deyja, heldur einungis binda enda á sálarangistina og sársaukann.

Hvað er það í daglegu fari þessa einstaklings sem veldur áhyggjum þínum?

Hefur viðkomandi einangrað sig? Hefur persónuleikinn breyst? Er hann hlédrægari? Hefur frammistaðan breyst í skóla eða vinnu ? Er dauðinn eða tilgangsleysi lífsins aðal umræðuefnið? Hefur viðkomandi gefið í skyn að fjölskylda eða vinir væru betur sett án hans?

Ef eitthvað af ofanskráðu á við þarftu að finna út hvor viðkomandi íhugar að svipta sig lífi með því að spyrja hreint út: ,,Ertu með hugsanir um að enda lífið þitt?.”

Ekki hræðast þessa spurningu, því hvað yrði það versta sem gæti gerst?

Viðkomandi myndi annað hvort svara neitandi (og hugsanlega spyrja hvort það væri í lagi með þig?) eða játandi.

Reynslan hefur sýnt að í raun og veru léttir fólki þegar þeir heyra spurninguna. Loksins – þegar slíkar hugsanir eru komnar fram í dagsljósið – getur viðkomandi farið að deila angist sinni með öðrum.

Svari viðkomandi neitandi, máttu til með að segja að þú hafir verið áhyggjufull (-ur) því hann hafi hagað sér öðruvísi en venjulega undanfarið… Spurðu hvort þú megir hjálpa á einhvern hátt. Kannski er viðkomandi langt niðri, hefur misst vinnuna, er nýkominn úr brotnu sambandi eða hefur fallið á prófi.

Það sem viðkomandi er í mestri þörf fyrir núna er að heyra að einhverjum þykir vænt um hann og sé að bjóða fram stuðning sinn.

Svari viðkomandi játandi, er skiljanlegt að þú fyllist hræðslu og vitir ekki hvað gera skuli næst.

En næsta skef er mjög einfalt: Þú segir að þú ætlir að útvega hjálp. Þó svo að viðkomandi hafi talað við þig í hreinskilni – þá er líf hans ekki á þína ábyrgð – mundu það! Hins vegar er það á þína ábyrgð að finna viðeigandi hjálp. Þetta felur í sér að virkja stuðningsnet viðkomandi (fjölskyldu, vini) og leita að faglegri aðstoð.  Það stendur engin einn undir svo þungri byrði. Sértu beðinn um að segja engum frá, þá geturðu ekki samþykkt það.  Þú ert aldrei bundinn trúnaði við einhvern sem er í lífshættu.  þú getur reynt að fá viðkomandi til að ræða við einhverja aðra utanaðkomandi eða biðja um leyfi til að þú megir tala við einhvern.

Næsta skref er að hringja í Píeta samtökin og fá ráðleggingar.

Hræðist þú að einhver muni valda sjálfum sér skaða?

Hafir þú þessar áhyggjur, er ekki víst að þú áttir þig á því að fyrir mörgum er sjálfsskaði leið til að takast á við lífið eða að tjá vanlíðan sína. Líklegast er að sjálfsskaði þeirra sé ekki sjálfsvígstilraun.

Nú þegar þú hefur áttað þig á að þetta eigi við í þínu tilfelli, eru komin í smá vandræði.

Í fyrsta lagi: Er hér um barn eða fullorðinn að ræða, vin eða starfsfélaga? Nálgunin fer eftir þessu. Mikilvægast er að þú vitir að þessi hegðun hefur verið haldið leyndri þar sem viðkomandi skammast sín svo mikið fyrir hana. Þess vegna reynum við ekki að grafast fyrir um ástæðurnar.

Í öðru lagi þarfnast þú skilnings á því að sjálfsskaði snýst um tjáningu – viðkomandi er ófær um að tjá vanlíðan sína munnlega og er einungis fær um að tjá þær líkamlega. Fyrir marga sem þannig er ástatt fyrir, er það stundum auðveldara að einbeita sér að líkamlegum frekar en andlegum sársauka. Talaðu við viðkomandi.

Byrjaðu á að segja: ,,Ég veit að þú skaðar sjálfan þig og mig langar til að hjálpa þér”.

Hefur Þú Skaðað Sjálfan Þig?

Sjálfsskaði er leið til að tjá innri sársauka og tilfinningakreppu, hvort sem sú kreppa stafar af sorg, reiði, ótta eða sjálfsfyrirlitningu. Líkaminn þjáist fyrir andlegan sársauka og eftir sitja sár og ör sem endurspegla sálarangist eða lífsháska viðkomandi.

Sjáfskaði tengist oft því að viðkomandi kann eða getur ekki tjáð tilfinningar sínar með orðum. þetta verður eina leiðin til þess að tjá sársauka – en svona ,,tungumál” skilja fæstir.

Jafnvel þó ykkur létti rétt á meðan þið skaðið ykkur, varir sá léttir ekki lengi, heldur endar í mikilli skömm og sektarkennd. Sjálfskaði er því óheppileg leið til að tjá tilfinningar og hætta er á því að þið festist í vítahringnum.

Vert er að hafa í huga að sjálfsskaði er ekki ,,eitthvað tímabil” sem líður fljótt hjá svona eins og ,,unglingaveiki”, heldur getur vítahringurinn varað í allt að 20 til 30 ár.

Við getum bent ykkur á samtök eða fagfólk sem mun hjálpa ykkur að tjá tilfinningar með orðum í stað sjálsfskaða.

Í meðferðinni kortleggið þið vandann sem liggur að baki sjálfskaðanum og fáið hjálp við að vinna ykkur út úr vanlíðaninni.

Stundum eru þetta tilfinningaviðbrögð sem eiga rót sína í barnæsku. Kannski vegna þess að ykkur var svo mikið niðri fyrir- voruð svo reið eða döpur að þið hreinlega gátuð ekki sagt frá. Kannski var enginn sem hlustaði eða sagði ykkur að svona liði manni stundum og það væri allt í lagi, það gengi yfir. Kannski var enginn sem hlustað eftir ástæðunum fyrir því að ykkur leið svona illa.

Fjölskyldumeðlimir þurfa líka hjálp við að læra að hlusta og styðja í stað þess að gagnrýna og dæma.

Þarfnast þú hjálpar tafarlaust?

Á þessu augnabliki upplifirðu jafnvel að dauðinn sé eina leiðin út úr sársaukanum.Flestir upplifa það einhvern tíman á lífsleiðinni að sjá ekki fram úr aðstæðum. Viðbrögð þín eru eðlileg.En – sjálfsvíg er slæmur valkostur. Það er endanlegt og banvænt. Hversu mikil sem vanlíðan þín er í augnablikinu, geturðu treyst því að hún mun líða hjá. Við getum og viljum hjálpa þér að líða betur.

Taktu fyrsta skrefið að bjartari framtíð.

Sértu í brýnni þörf fyrir að tala við einhvern NÚNA, hringdu í síma 1717 eða neyðarsíma Píeta 552 2218 er opin allan sólahringin.

Þar er fagfólk sem hefur sérhæft sig í að hjálpa þér.

Að láta lífið í sjálfsvígi leysir engan vanda.

Innst inni langar þig ekki til að enda lífið, þú vilt enda sálarangist þína.

Syrgir þú ástvin?

Að missa einhvern, sem maður elskar og/eða elur önn fyrir, vegna sjálfsvígs, er eitt erfiðasta áfall sem hugsast getur. Enginn er viðbúinn slíku og einungis þau sem reynt hafa á eigin skinni vita hvað slíkt hefur í för með sér og hvaða tilfinningar fylgja í kjölfarið.

Í fyrstu, þ.e.a.s. á fyrstu vikum og mánuðum sorgarferlisins, munuð þið þarfnast eins eða alls af eftirfarandi: Að gera ykkur grein fyrir að tilfinningar ykkar eru eðlilegar; að verða ykkur úti um stuðning; að læra meira um sjálfsvíg; að öðlast innsýn í eigin missi og að minnka hættuna á öfgafullum sorgarviðbrögðum, t.d. að kaffæra ykkur í vinnu, læsa tilfinningar ykkar inni eða drekka áfengi í óhófi.

Nú spyrjið þið sjálfsagt hvernig líðan ykkar í augnablikinu geti mögulega talist „eðlileg“. En það er hún einmitt. Það sem gerðist og sá/sú sem þið misstuð var úr takti við tilveruna. Sjálfsvíg er óeðlilegasti dauðdagi sem hugsast getur og missir í kjölfar slíks dauðdaga sá óeðlilegasti. Tilfinningar ykkar eru fullkomlega eðlilegar, en það þarf að vinna rétt úr þeim. (ástvinamissir vegna sjálfsvígs. bls. 3. – 5.)

Hér er að finna fræðsluefni og upplýsingar um stuðning sem aðstandendur þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi geta fengið.

Viltu í alvörunni deyja?

Þú ert ekki fyrsta manneskjan sem íhugar sjálfsvíg.

Flestum dettur það í hug á einhverjum tímapunkti í lífi sínu.

Þessi hugsun getur spannað allt frá ,,hver er eiginlega tilgangurinn með þessu öllu saman?” til að ,,ég vil ekki vera hér lengur.” Innst inni viltu ekki deyja, heldur einungis binda enda á sálarangistina og sársaukann.

Sársaukinn og neikvæðu tilfinningar eru aðeins tímabundnar. Tilfinningar eru eins og öldur, þær koma og fara.  Það er eðlilegt. Stundum leyfum við sársaukanum að malla af því að við vitum ekki hvað við  eigum að gera annað, en það er hægt að læra að stjórna þessum sveiflum, sem eru góðar fréttir – því það þýðir að við getum bægt sjálfsvígshugsunum frá okkur.

Stuðningssamtök, fjölskylda þín eða vinir  geta hjálpað þér að halda út vanlíðan, sveigja framhjá sjálfsvígshugsunum og leita leiða sem beina þér inn á lífsbrautina á ný.

Með því að einbeita þér að þremur þáttum í lífi þínu, viljum við hjálpa þér við að komast yfir þessar erfiðu hugsanir:

Líkamleg líðan – Borðar þú hollan mat? Sefur þú vel? Hreyfir þú þig reglulega?

Tilfinningaleg líðan – Ertu í sambúð eða hefur slitnað upp úr sambandi þínu nýlega? Áttu stuðning fjölskyldu þinnar og vina vísan? Ertu á einhvern hátt virkur í samfélaginu?

Andleg líðan – Vinnur þú úti eða ertu atvinnulaus?

Ertu í starfi sem þú hvorki þolir eða veitir þér fullnægju?

Sérðu tilgang með deginum í dag? Færðu næga uppörvun eða ertu stressaður? Gefur þú eitthvað til baka til samfélagsins?

Þegar fáum af ofangreindum þörfum er fullnægt er eðlilegt að upplifa tilgangsleysi í tilverunni.  þá getur verið stutt að sjálfsvígshugsanir spretti fram.

Er þessum þörfum þínum fullnægt? Hljómar eitthvað af þessu kunnuglega?

Mundu að þú hefur áður sigrast á erfiðleikum í lífi þínu – þú lifðir þá af – og þú getur svo sannarlega gert það aftur.

OPNIR STUÐNINGSHÓPAR PÍETA SAMTAKANNA VETURINN 2019-2020

Píeta samtökin bjóða upp á tvenns konar opna stuðningshópa. Frekari upplýsingar um hópana og um dagsetningar þeirra má sjá hér.

Gerast félagsmaður Píeta samtakana

Meða því að gerast félagsmaður Píeta samtakanna færð þú greiðari aðgang að því starfi sem við vinnum. Einnig regluleg fréttabréf og boð á viðburði á vegum samtakanna. Gerast félagsmaður

Styrkja Píeta Samtökin

Sá peningur sem safnast fer í rekstur húsnæðis, nauðsynjar og greiðslur til sérfræðinga á borð við sálfræðinga og geðhjúkrunarfræðinga.

Minningarkort

Upphæð styrks er valfrjáls. Kortin eru útbúin samdægurs alla virka daga og send viðtakanda með pósti.
Panta kortStyrkja samtökin

Söfnun

Við erum afar þakklát þeim sem leggja okkur lið í söfnun fyrir samtökin. 

Reykjavíkur maraþon Íslandsbanka 2020

138 góðgerðafélög taka þátt í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka 2020 Málefnin sem hægt er að hlaupa fyrir í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eru fjölmörg. Finnir þú ekki félagið sem stendur þér næst getur þú bent því á að skrá sig til þátttöku með því að senda póst á aheit@marathon.is. Eða styrktu okkur með að heita á hlaupara í hópnum.

 

Safnast hafa 949.110 kr.

Toyrun 2020

Toyrun Iceland eru góðgerðarsamtök sem ferðast um á mótorhjólum. Samtökin styrkja góð málefni. Undanfarin ár hefur Toyrun styrkt þarft og gott starf Píeta samtakanna sem berjast öturlega geng sjálfskað hverskonar.

 

Gerast félagsmaður

Félagsmenn okkar eru ómetanleg hjálp fyrir okkur. Við erum ávallt að leita að fólki sem hefur áhuga á að hjálpa Píeta.

 

Sendu okkur póst á pieta@pieta.is eða hringdu í 5522218.

Taka þátt

Hvað er að frétta?

Aðalfundur Píeta Samtakanna verður haldinn þann 29. júní kl 1730 í sal Háskólans á Bifröst að Suðurlandsbraut 22 (gengið inn bakatil).
Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta.

Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er þann 10. september.

Hafa samband

Við erum við síman núna!

Baldursgata 7, 101 Reykjavík.

Hringdu: 552-2218

Senda skilaboð

Hafðu samband við PÍETA SAMTÖKIN |

Sími: 552 2218 | Baldurgötu 7 | pieta@pieta.is | Kt: 410416-0690 | Reikn nr. 0301-26-041041

Hjálparsími Rauða Krossins: 1717