Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er þann 10. september. Verður hann að mestu rafrænn þetta árið en nánari upplýsingar má nálgast hér: Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga – 10. september 2020

Af sóttvarnarástæðum verður ekki málþing eða minningardagskrá í Dómkirkjunni eins og undanfarin ár. Í stað kvölddagskrár munum verða birt myndbönd þar sem Hjalti Jón Sverrisson prestur mun flytja hugvekju og Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir frá Sorgarmiðstöð mun tala um sorg og stuðning í kjölfar sjálfsvígs.

Í aðdraganda dagsins 10.september verða birtar leiðbeiningar um viðbrögð okkar við því þegar einhver sem við þekkjum gæti verið að íhuga sjálfsvíg. Við munum líka birta hvatningu og leiðbeiningar til þeirra sem glíma við erfiðar hugsanir. Það er hjálp til staðar og það er alltaf von!