Chat with us, powered by LiveChat

Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn 10. október

Næstkomandi fimmtudag, 10. október, verður alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn haldinn hátíðlegur í Salnum í Kópavogi frá 17:00-19:00. Markmiðið dagsins er að vekja athygli á geðheilbrigðismálum, fræða almenning og sporna gegn fordómum í garð geðsjúkra. Píeta samtökin verða með kynningu í anddyri salarins ásamt öðrum félagasamtökum og úrræðum. Léttar veitingar eru í boði.

Við hvetjum alla til að mæta og fagna alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum með okkur.
Sjáumst í Salnum Kópavogi 10. október.

Dagskrá kvöldsins má finna hér.